NÁMSTÆKNINÁMSKEIÐ! | FRÍnámskeið!
HÁMARKStímastjórnun - í námi?
- Smelltu þér á listann - og kræktu í 14 áhrifarík ráð til að HÁMARKA árangur þinn á næstu önn!
Nú styttist óðum í að allt verði komið í loftið! - Verður þú með?00
Days
00
Hours
00
Mins
00
Secs
Ertu með réttu verkfærin til að hafa stjórn á þéttri námsdagskrá - með öllum lestrarverkefnum, verkefnaskilum, ritgerðarskilum, prófaundirbúningi - og hafa LÍKA tíma fyrir þig og þína?
Skoða þetta betur
Hvað er innifalið?
Þú færð póströð um 14 áhrifarík ráð til að HÁMARKA árangur þinn á næstu önn! - með skýrum skrefum!
Sjálfsprófin til að setja stefnuna, skrefin til að setja markmiðin og tímaáætlunina!
Vettvanginn til að spyrja ráða og fá réttu svörin - þegar þú þarft á þeim að halda!
Fáðu réttu verkfærin til að ná árangri í námi!
Innifalið í FRÍ-námskeiðinu eru fyrstu skrefin þín til að hámarka árangur þinn á næstu önn, þekkja tímaþjófana í námi, kunna að tímasetja verkefni og það byrjar allt með einfaldri póströð með 14 áhrifaríkum ráðum sem hjálpa þér af stað. Hver póstur inniheldur skýr skref til að bæta námsvenjur þínar og auka sjálfstraustið í námi.
Allt að verða klárt! - Verður þú með?
Hver er námsþjálfarinn?
Ég er Jón Vigfús
Ég er skólastjóri og aðalkennari Hraðlestrarskólans, fyrirlesari og metsöluhöfundur. Ég hef ekki gert neitt annað í 19 ár en að hjálpa fólki að bæta lestrarfærni og efla námstæknikunnáttu sína og hef kennt rúmlega 18.000 manns á þeim tíma.
Áhugi minn á hraðlestrartækninni og leiðum til að auðvelda sér nám kom til er ég var við nám í Viðskiptalögfræði á Bifröst og sá hvernig hraðlestrartæknin auðveldaði mér verulega að komast yfir allt lesefni í náminu.
Á meðan að ég var í námi á Bifröst – tók ég að mér að vera stuðningsfulltrúi nemenda og var sem slíkur að aðstoða samnemendur við námið. Ég hef einnig haldið fjölda námstækninámskeiða undanfarin ár.
Ég hef sérhæft mig í að þjálfa námsmenn í að tækla þær námsvenjur sem eru að halda aftur af þeim. Allar venjur, lestrarvenjur, tímavenjur, glósuvenjur og námsvenjur almennt – eiga sinn líftíma.
Í 90% tilfella eru það þessar venjur sem halda aftur af námsfólki. Öllum venjum er hægt að breyta og móta að vild. Þeim á að breyta þegar þeirra líftími er liðinn.