Finnur þú fyrir því við lestur námsbókar að þú farir fljótt að hugsa um eitthvað annað. Hefur kannski bara lesið hálfa síðu og hugurinn dottinn út? Lausnin við þessu er einfaldari en þú heldur því um 95% þeirra nemenda sem koma til mín á hraðlestrarnámskeið finna fyrir þessu vandamáli.
Vandinn hjá okkur liggur í flestum tilfellum í nokkrum þáttum og þá helst gömlum venjum sem halda aftur af okkur, jafnan gamlar kreddur sem lifa enn góðu lífi og síðan einbeitingarleysi okkar sem eykst óðum í ys og þys nútímalífs. Þessum gömlu venjum – langlífu kreddum – skoða ég vel á námskeiðunum en ætla að gera skil seinna en vil taka einbeitingarleysið fyrir í þessari grein. Enda jafnan mun auðveldara fyrir okkur að takast á við það en margur heldur.