60 sekúndna tímamælir!

- fyrir hraðlestraræfingar!
Undirbúðu þig...
Leiðbeiningar:

ÓKEYPIS æfing í hraðlestri

Þú þarft:

  • Lesefni (t.d. skáldsögu) og blýant.
  • Notaðu fingur, blýant eða penna til að stjórna augnhreyfingum.

Skref:

  1. Þegar þú ert tilbúin/n, notaðu tímamælinn hér að ofan til að tímasetja lesturinn þinn.
  2. Merktu „A“ þar sem þú byrjar að lesa.
  3. Merktu „X“ þar sem þú hættir að lesa.
  4. Finndu út hversu mörg orð þú lest á mínútu með því að nota H.is OÁM reiknivélina - www.h.is/oam.
  5. Endurtaktu æfinguna 5–15 sinnum á dag í að minnsta kosti 7 daga – helst í 21 dag - til að festa þessa lestrarvenju í sessi til frambúðar.

Til að endurtaka æfinguna:

  • Reyndu að fara aðeins hraðar með fingrinum í hvert sinn.
  • Merktu nýtt „A“ þar sem þú hættir síðast (þar sem þú merktir „X“ áður).
  • Tímasettu lesturinn þinn með 60 sekúndna tímamælinum hér að ofan.
  • Skráðu hjá þér árangur í hvert sinn - en allavega einu sinni í byrjun og einu sinni í síðustu æfingu.

Ég hvet þig eindregið til að finna út OÁM (orð á mínútu) í hvert sinn sem þú framkvæmir æfinguna og skrá niðurstöðurnar í hvert skipti til að sjá framfarir þínar. Þú getur notað þetta eyðublað til að fylgjast með árangri þínum – PDF á hnappnum hér fyrir neðan – eða tengilinn á Google skjölunum þínum hér!

Hér finnur þú vinnuskjal (PDF) fyrir heimaæfingar!

Hér færðu einfaldar leiðbeiningar og skrefin til að mæla og reikna út hve hratt þú lest í dag - með einföldum hætti!

Skoða þetta

Hér finnur þú fyrstu skrefin á 6 vikna fjarnáminu - allt sem þú þarft til að koma þér af stað!

Skoða þetta

Í þessari bók ætla ég mér það einfalda verkefni að útskýra fyrir þér af hverju þú hefur burði til að lesa hraðar og hvað hefur haldið aftur af þér hingað til.

Skoða þetta