Námstækninámskeið:

Námsbókin og námsvenjurnar 

Hér finnur þú allt sem þú þarft að vita til að klára stóru verkefnin í náminu!

- 4 vikna fjarnámskeið með vikulegum æfingaskilum -
  • Greindu námsstíl þinn.
  • Nýttu styrkleika þína í námi.
  • Styrktu veikleika þína í námi.
  • Hvernig þú átt að undirbúa þig fyrir kennslustund.
  • Hvernig þú átt að undirbúa þig og taka próf. 
  • Glósa markvissar.
  • Spyrja lykilspurninga.
  • Finna aðalatriði í texta.
  • Gera greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum.
  • Eftirlesa efni til að fylla upp í heildarmynd.
  • Ýta undir einbeitingu í lestri.
  • Forlesa efni með skýrari hætti. 
  • Finndu hvernig þú lærir best.
  • Nýttu gervigreind til náms.
  • Hvernig getur þú nýtt þér mismundandi forrit til að auðvelda þér námið.
  • Og margt fleira.

Námskeiðið er að taka miklum breytingum í haust og því verður fyrsti hluti námskeiðsins í boði FRÍTT - og þú hefur kost á því að taka þátt í LIVE 4 vikna Námstækninámskeiði í byrjun næsta árs - allt efnið kennt hér á kennsluvefnum!

FYRSTU SKREFIN

FRÍTT

TAKTU FYRSTU SKREFIN Í DAG!

SKRÁ MIG NÚNA Á FRÍNÁMSKEIÐ!

AFSLÁTTARVERÐ!

9.700 KR.*

Sparar 5.800 kr. - aðeins til áramóta 2024!

SKRÁ MIG OG FESTA BETRA VERÐ!
ERTU METNAÐARFULLUR NÁMSMAÐUR SEM VILT HÁMARKA ÁRANGUR Í NÁMI?

Framúrskarandi nemandi: Skilvirkar aðferðir til betri árangurs!

Markmið námskeiðsins er að efla námsgetu þátttakenda með því að kenna þeim hagnýtar og skilvirkar aðferðir til að bæta glósutækni, finna aðalatriði í texta, greina lykilspurningar og auka einbeitingu í lestri. Í gegnum námskeiðið munu þátttakendur læra að undirbúa sig betur fyrir kennslustundir og próf, nýta sér mismunandi forrit og tækni, þar á meðal gervigreind, til að auðvelda námið. Námskeiðið miðar að því að styrkja styrkleika hvers og eins í námi, greina og vinna með veikleika og skapa heildstæða mynd af náminu sem leiðir til betri árangurs og skilnings.

Lærðu að nýta tækni og þekkingu til að hámarka námsárangur og einbeitingu:

  • Lærðu að nýta gervigreind til náms: Tækni eins og gervigreind getur hjálpað þér að spyrja réttu spurningana og kafa dýpra í flókið efni, sem eykur skilning og þekkingu.
  • Bættu glósutæknina þína: Lærðu hagnýtar aðferðir til að glósa markvissar og ná aðalatriðum í texta, sem eykur skilning og minnkar lærdómsálag.
  • Auktu einbeitingu og skilvirkni: Kynntu þér leiðir til að auka einbeitingu í lestri og nýta mismunandi forrit og tækni, þar á meðal gervigreind, til að einfalda og bæta námið.
  • Undirbúðu þig fyrir kennslustundir og próf: Þróaðu betri undirbúningsaðferðir sem auka sjálfstraust og árangur í prófum og kennslustundum.
  • Styrktu þína einstöku styrkleika: Greindu styrkleika og veikleika þína og lærðu að vinna með þá til að skapa heildstæða mynd af náminu og ná betri árangri.
  • Skipulag og sjálfsagi: Þróaðu skilvirka námsáætlun með hjálp tækni eins og dagatala og verkefnalista, sem hjálpar þér að halda utan um verkefni og tíma betur.

Já, Námið þarf ekki að vera flókið!

Á námskeiðinu lærir þú einfaldar leiðir til að hámarka árangur þinn í náminu, hafa betri yfirsýn, nýta tímann betur, hafa meiri tíma fyrir félagslífið, íþróttir, áhugamálin og vini eða fjölskyldu.

SKRÁ MIG NÚNA!

Á aðeins 4 vikum verður þú, sem námsmaður, búinn að tileinka þér að

  • taka próf með sjálfstrausti.
  • hafa betri yfirsýn yfir flókið námsefni.
  • hvernig þú nýtir styrkleika þína betur í námi.
  • hafa skýrari fókus í náminu.
  • klára verkefni hraðar og hafa meiri tíma.

Eftir 4 vikur verður þú færari í að nota forrit og gervigreind til að auðvelda þér námið, sem gerir þig að öflugri og sjálfstæðari námsmanni.

LIVE 4 vikna NÁMSTÆKNINÁMSKEIÐ í fjarnámi!

Vertu með mér í að uppfæra námsvenjur þínar - og hámarka árangur!

Video Poster Image

Viltu nýta fyrstu vikur ársins til að uppfæra þig sem námsmann fyrir næstu önn?

Ég er að fara af stað með LIVE 4 vikna fjarnámskeið sem verður alfarið kennt hér á kennsluvefnum. Þú hefur þannig:

  • Aðgang að vikulegri kennslu með möguleika á að spyrja kennara spurninga í gegnum veffund á kennslusvæðinu.
  • Hámarki 5-9 nemendur í hópnum!
  • Meira aðhald, meira aðgengi að kennara, öll svör berast strax - en greiðir aðeins 9.700 kr. (var áður 15.500)

Ástæðan fyrir lægra verði er að ég er að uppfæra námskeiðið og því munu vera breytingar og tilfæringar - og á meðan ertu að fá betra verð. Verðið mun hækka aftur um leið og þessar breytingar ganga yfir í upphafi árs - en ef þú hefur staðfest greiðslu fyrir þann tíma - þá festir þú þér ALLT námskeiðið - UPPFÆRT með öllum upplýsingum - á BETRA verði!

FESTA MÉR AFSLÁTTARVERÐ STRAX - og byrja FRÍ-námskeið í dag!

Hvað er innifalið í námskeiðinu...

HLUTI 1 - innifalið í FRÍ-námskeiðinu!

Nýttu styrkleika þína í námi

Fyrsti hluti námskeiðsins hefst á sjálfsprófum sem eru hönnuð til að hjálpa þér að meta kosti og galla þína sem námsmanns. Þú munt kanna viðhorf þitt til námsins og skilja hvers vegna það skiptir máli. Með þessum prófum færðu innsýn í námsvenjur þínar, styrkleika og veikleika, sem er grundvöllur fyrir að bæta árangur þinn í framhaldinu:

  • Greina hvað virkar best fyrir þig: Með því að þekkja styrkleika þína getur þú nýtt þá til fulls og beitt þeim í námi þínu.
  • Bæta veikleika: Að vita hvar þú stendur höllum fæti gerir þér kleift að vinna markvisst að því að styrkja þessi svæði.
  • Móta persónulega námsáætlun: Með innsýn í eigin námsstíl getur þú þróað áætlun sem er sérsniðin að þínum þörfum, sem eykur skilvirkni og árangur.

Þessi fyrsti hluti leggur þannig traustan grunn að áframhaldandi framförum þínum í náminu.

HLUTI 2 - innifalið í FRÍ-námskeiðinu!

Leyfðu markmiðum þínum að toga þig áfram

Í öðrum hluta námskeiðsins einblínum við á að greina og skilja þá þætti sem draga úr árangri í námi. Með því að skilja hvernig þessir þættir hafa áhrif á þig getur þú unnið markvisst að því að sigrast á þeim. Eftir þessa greiningu munum við setja upp bæði langtíma- og skammtímamarkmið fyrir námið þitt, sem er mikilvægt skref fyrir framfarir þínar:

  • Að yfirstíga hindranir: Með því að bera kennsl á og vinna með þá þætti sem draga úr árangri, getur þú yfirstigið hindranir sem hafa staðið í vegi fyrir þér.
  • Að byggja upp sjálfstraust: Með því að takast á við vantrú á eigin getu og hræðslu við breytingar, eykur þú sjálfstraust þitt og trú á eigin hæfileika.
  • Skýr stefna og fókus: Markmið gefa þér skýra stefnu og hjálpa þér að einbeita þér að því sem skiptir máli.

Þessi hluti námskeiðsins leggur þannig grundvöll að langtímaárangri með því að greina hindranir og þróa skýrar áætlanir og markmið.

HLUTI 3

Hvað einkennir framúrskarandi námsmann?

Í hluta þrjú á námskeiðinu einblínum við á það sem einkennir nemendur sem ná árangri í námi. Við skoðum eiginleika eins og skipulag, færni, forvitni, samviskusemi og áhættusækni. Að lokinni þessari skoðun munum við taka sjálfspróf til að kanna námsstíl þinn og hvernig þú lærir best:

  • Að skilja árangursríka eiginleika: Með því að greina hvað einkennir nemendur sem ná árangri, getur þú unnið að því að tileinka þér þessi jákvæðu einkenni
  • Að bæta námsvenjur: Með því að skoða hvernig þú lærir og hvernig námsstíll þinn er, getur þú aðlagað námsvenjur þínar til að hámarka árangur.
  • Aðlagar nám að þínum þörfum: Með því að vita hvernig þú lærir best, getur þú sérsniðið nám þitt að þínum sérstökum þörfum og háttum.

Þessi hluti námskeiðsins hjálpar þér að skilja hvað gerir nemendur árangursríka og hvernig þú getur nýtt þessa eiginleika til að bæta þig sem námsmann.

HLUTI 4

Náðu betri yfirsýn með góðri lestrartækni

Í hluta fjögur á námskeiðinu einblínum við á lestur í námsefni og hvernig á að beita sér við lestur, hvernig á að hugsa og vinna við lesturinn. Við skoðum eftirfarandi þætti:

  • Að ná góðum lesskilningi: Við lærum aðferðir til að bæta lesskilning til að tryggja að við skiljum og þekkjum efnið sem við lesum.
  • Að undirbúa sig betur: Forlestur hjálpar þér að koma betur undirbúin(n) í kennslustundir, sem eykur sjálfstraust og námshæfni.
  • Að dýpka skilning: Að spyrja og svara spurningum um efnið hjálpar þér að dýpka skilning þinn á því og tengja nýjar upplýsingar við fyrri þekkingu.

Þessi hluti námskeiðsins hjálpar þér að verða skilvirkari og meðvitaðri lesandi, sem er lykillinn að því að ná árangri í námi.

HLUTI 5

Aðferðir til að undirbúa sig og ná meiri árangri í prófum

Í hluta fimm á námskeiðinu tökum við á námstækni á mismunandi sviðum. Við skoðum námstækni í tungumálanámi og stærðfræðinámi og förum síðan í hvernig á að undirbúa sig fyrir verkefnavinnu, ritgerðir og skýrslur. Við skoðum einnig markvissar leiðir til að taka próf, allt frá undirbúningi til þess hvað skal gera eftir próf:

  • Sérhæfð námstækni: Mismunandi efnisgreinar krefjast mismunandi nálgunar. Með því að tileinka þér sérhæfðar námstækni fyrir t.d. tungumálanám og stærðfræðinám, eykur þú líkurnar á árangri.
  • Skipulag verkefna: Að læra hvernig á að undirbúa sig fyrir verkefnavinnu, ritgerðir og skýrslur hjálpar þér að skipuleggja vinnuna betur, sem eykur gæði og skilvirkni í verkum þínum.
  • Árangursrík próftaka: Að kunna að undirbúa sig vel fyrir próf, taka prófið skipulega og stjórna tímanum rétt, eykur sjálfstraust og dregur úr prófkvíða.

Þessi hluti námskeiðsins er lykilatriði til að bæta almenna námstækni þína og undirbúa þig betur fyrir mismunandi tegundir náms. Með því að tileinka þér sérhæfðar aðferðir fyrir hvert svið, lærir þú að aðlaga námið að efnisinnihaldi og þínum sérstökum þörfum, sem leiðir til betri skilnings og árangurs.

HLUTI 6

Auðveldaðu námið með hjálp forrita

Í hluta sex á námskeiðinu tengjum við allt saman í gegnum tækin okkar og tækni. Við lærum hvernig við getum nýtt símann, tölvuna, internetið, gervigreind og allt það efni sem okkur stendur til boða í dag til að einfalda námið:

  • Að kafa dýpra í efni: Tækni eins og gervigreind getur hjálpað þér að spyrja réttu spurningana og kafa dýpra í flókið efni, sem eykur skilning og þekkingu.
  • Verkefnastjórnun: Notkun á forritum eins og Google Tasks eða MS To Do gerir þér kleift að halda betur utan um verkefni, fylgjast með framvindu og skipuleggja vinnuna betur.
  • Yfirsýn í verkefnavinnu: Hugarkortaforrit hjálpa þér að halda utan um glósur og fá betri yfirsýn í verkefnavinnu og ritgerðarsmíð, sem bætir skipulag og flæði í vinnu þinni.

Þessi hluti námskeiðsins er mikilvægur til að læra hvernig þú getur nýtt tæknina til að auðvelda og bæta námið. Með réttri notkun á tækjum og tækni getur þú skipulagt þig betur, aukið skilvirkni og náð betri árangri í náminu.

Þetta námskeið er fyrir þig...

  • ef þú vilt ná meiri árangri í námi!
  • ef að þú hefur verið að falla í áföngum!
  • ef að þú ert að fara í nám eftir langt hlé!
  • ef þú vilt meiri tíma, betri yfirsýn, meiri athygli og einbeitingu í náminu þínu!
JÁ TAKK - SKRÁ MIG NÚNA!
HVER ER KENNARINN? - nánar um kennara.

Ég er Jón Vigfús

Ég er skólastjóri og aðalkennari Hraðlestrarskólans, fyrirlesari og metsöluhöfundur. Ég hef ekki gert neitt annað í 19 ár en að hjálpa fólki að bæta lestrarfærni og efla námstæknikunnáttu sína og hef kennt rúmlega 18.000 manns á þeim tíma.

Áhugi minn á hraðlestrartækninni og leiðum til að auðvelda sér nám kom til er ég var við nám í Viðskiptalögfræði á Bifröst og sá hvernig hraðlestrartæknin auðveldaði mér verulega að komast yfir allt lesefni í náminu.

Á meðan að ég var í námi á Bifröst – tók ég að mér að vera stuðningsfulltrúi nemenda og var sem slíkur að aðstoða samnemendur við námið. Ég hef einnig haldið fjölda námstækninámskeiða undanfarin ár.

Ég hef sérhæft mig í að þjálfa námsmenn í að tækla þær námsvenjur sem eru að halda aftur af þeim. Allar venjur, lestrarvenjur, tímavenjur, glósuvenjur og námsvenjur almennt – eiga sinn líftíma.

Í 90% tilfella eru það þessar venjur sem halda aftur af námsfólki. Öllum venjum er hægt að breyta og móta að vild. Þeim á að breyta þegar þeirra líftími er liðinn.

“Skýrt, markvisst og skemmtilegt námskeið. Námstæknin mun nýtast mér vel í framtíðinni."

- Sonja Guðnadóttir, 21 árs nemi.

“Þetta námskeið ásamt námstækninámskeiðinu á eftir að bjarga skólaferli mínum. Núna horfi ég á námið framundan með bjartsýni og sjálfsöryggi í stað kvíða og neikvæðni.”

- Kári S. Friðriksson, 20 ára nemi.

“Ákvað eftir hraðlestrar-námskeið að skrá mig á öll þau framhaldsnámskeið sem í boði voru. Sé ekki eftir því! =) Hlakka til að fara heim að glósa í fyrsta skipti í langan tíma.”

- Jónína Sæunn, 20 ára Háskólanemi.
Námstækninámskeiðið - bíður þín!

Námsbókin og námsvenjur - LIVE 4-vikna fjarnámskeið

FRÍ-námskeiðið er opið og þú getur byrjað STRAX að bæta færnina þar!

Biðlistaskráning er í gangi á LIVE 4-vikna fjarnámskeið - og ég verð í sambandi þegar dagsetning verður staðfest!

FYRSTU SKREFIN

FRÍTT

TAKTU FYRSTU SKREFIN Í DAG!

SKRÁ MIG NÚNA Á FRÍNÁMSKEIÐ!

AFSLÁTTARVERÐ!

9.700 KR.*

Sparar 5.800 kr. - aðeins til áramóta 2024!

SKRÁ MIG OG FESTA BETRA VERÐ!

*Velflest stéttarfélög greiða hluta af námskeiðagjöldum.

Innifalið í námskeiðagjaldi..
Ítarleg námsgögn sem hægt er að nota eftir námskeið til að viðhalda árangri og halda áfram æfingum, mikill aðgangur að kennara á meðan að námskeiði stendur í gegnum kennsluvef, aðgangur að kennsluvef með gögnum og æfingum á netinu, aðgangur að kennara eftir að námskeiði lýkur og æviábyrgð sem þýðir að nemandi getur endurtekið námskeið eins oft yfir ævina og hann telur þörf.