HRAÐLESTRARKRAKKAR - Hraðlestur fyrir 7-9 ára
>> 3 vikna námskeið: <<
Biðlistaskráning í gangi!
Viltu að barnið þitt lesi meira? Viltu auðvelda því að bæta lestrarfærnina?
Kennsludagar: Námskeið næst áætlað um byrjun Janúar 2025.
Kolbrún
Mjög ánægð móðir
„Eins og strákurinn minn sagði ,,skemmtilegur kennari sem lætur mann lesa geggjað hratt”
Anna
Mjög ánægð móðir
„Öll börnin mín þrjú hafa komið á námskeið og bætt sig til muna í lestri og lestrarhraða“
Markmið með námskeiðinu Hraðlestrarkrakkar er einfalt!
Markmið námskeiðsins okkar er mjög einfalt - og það er að fá 7-9 ára börn til að hafa gaman af því að taka upp bók og lesa sér til ánægju.
Markmiðið miðar að því að börnin séu farin að lesa 1-2 bækur á mánuði sér til skemmtunar eftir að námskeiði lýkur. Því að við vitum að ef barnið er farið að lesa 1-2 bækur á mánuði - 7-9 ára gamalt - þá er það ekki að lenda í vandræðum með lestur á næstu skólastigum.
Hér lærir barnið þitt...
...að njóta þess að lesa bækur - og af hverju lestrarhraði hefur áhrif á einbeitingu og lestraránægju þess!
Hér lærir barnið þitt...
...að hafa gaman af því að taka upp bók sér til skemmtunar!
Hér lærir barnið þitt...
...að hlakka til þess að lesa enn fleiri bækur en það gerir í dag!
Ragnheiður
Mjög ánægð móðir
„Minn gutti hafði nú ekki mikla trú á sér í að hann gæti lesið eitthvað "hratt", en var tilbúinn til að prufa lestraskólann (eins og hann kallaði þetta). Alltaf sá maður hann njóta lesturs meira og meira, ef honum leiðist t.d. á daginn þá er hann fljótur að leggjast á hrúgaldið sitt eða í sófan og byrja að lesa, finnst gaman að skoða hvaða bækur eru að koma út og kíkja á bókasafnið. Þetta var eitthvað nýtt hjá okkur. Hann er búinn að standa í miklu aðgerðaferli á munnsvæði og er með fullt af auka "dóti" upp í sér sem tefur fyrir þegar hann þarf að lesa upphátt t.d. í skóla en núna hérna heima þá er þetta ekki vandamál, líka gaman að sjá hann fara í bílferð með eitthvað annað en snjalltæki núna er það einhver bók og þá helst brandarar og gátur. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir krakka og ef ekki bara alla, þar sem ég lærði sjálf margt í gegnum drenginn ;) TAKK TAKK”
Íris
Mjög ánægð móðir
„Sonur minn var staðnaður í leshraða, ekkert aukist að ráði síðustu ár, en nú fór hann úr 160 orðum á mínútu í yfir 600 orð á mínútu. Hann spurði mig afhverju þetta er ekki skylduáfangi í grunnskóla, svo margt gott sem kemur út úr því að lesa hraðar. Hann er strax farinn að nota þetta í námi sínu í 8. bekk!“
Finnst þínu barni ekki gaman að lesa? Það mun breytast eftir námskeiðið!
Það skiptir engu máli hver lestrarfærni barnsins er þegar það kemur á námskeiðið - því þessar einföldu æfingar sem það lærir - hjálpa því - óháð lestrarörðugleikum s.s. lesblindu, athyglisbrest, ADHD eða hæglæsi.
Stór hluti þeirra barna sem koma á námskeiðið - eru ekki spennt að koma á lestrarnámskeið - en þegar þau sjá hraðatölur sínar eftir fyrstu æfingu - á fyrstu 15 mínútunum á námskeiðinu - þá vilja þau meira. Eftirleikurinn því auðveldur fyrir þig - passa upp á að barnið hafi nóg af lesefni.
Unnur
mjög ánægt foreldri
„Ég ákvað að skrá dóttir mína, sem á við mikla lesblindu að stríða, á námskeið hjá Hraðlestrarskólanum veturinn 2013. Hún ætlaði nú alls ekki að vilja fara en ég sagði henni að prófa í eitt skipti. Þegar hún var búin með fyrsta daginn, spurði ég hana hvernig hefði verið. Hún sagði ekkert í fyrstu en síðan fékk ég að heyra ‘hvers vegna í ósköpunum varst þú ekki búin að skrá mig fyrr’.
Eftir námskeiðið hefur hún tekið miklum framförum í lestri og námið reynist henni auðveldara. Hún var mjög ánægð með námskeiðið og það gleðilega er að nú var hún að biðja sjálf um að fara aftur á hraðlestrarnámskeið.“
Guðrún Sólveig
Mjög ánægð móðir
„Mig langar að fá að þakka þér sérstaklega fyrir námskeiðið. Sá var spenntur að senda mér sms þegar hann var búinn í dag og segja mér að hann hefði náð 1078 orðum á mínútu en hafði í fyrsta tímanum verið með 168 orð á mínútu þannig að hann var að rúmlega sexfalda lestrarhraðann sinn á 14 dögum ásamt því sem skiptir meira máli að hann er farinn að njóta þess að lesa. Þvílíkur munur og áhuginn sem kom á þessum tveimur vikum. Hann les bara og les áfram án þess að ég þurfi að biðja hann um að lesa meira. Áður þurfti ég að halda efninu alveg að honum til að hann fengist til að lesa 1-2 síður í heimanáminu. Hann hefur klárað bókina Draumurinn alveg á námskeiðinu og einnig búinn að lesa í Henri var rænt í Rússlandi sem eru hvorutveggja alvöru lestrarbækur. Takk kærlega fyrir minn mann. Við gætum ekki verið ánægðari með árangurinn og sjálfstraustið sem kom út frá þessum tímum þar sem hann fór bara einn og hafði engan vin með. Mæli 100% með þessu námskeiði.”
Jóna
Mjög ánægð móðir
„Það er mikill munur á mínum strák. Hann skammaði mig að hafa ekki hafa sent hann fyrr á námskeið en ég var búin að bjóða honum marg oft og ákvað að skrá hann og sagði að hann hefði gott af þessu. Sjálf hafði ég gott af þessu á sínum tíma. Hann er mun jákvæðari núna og tilbúinn að lesa þegar hann er beðinn um það. Hann er loks farinn að lesa sjálfum sér til skemmtunar. Takk fyrir drenginn. P.s. Núna ætlar hann að mæla hvað mamman les mörg orð á mínútu :)“
Krakkaábyrgð fylgir námskeiðinu HraðlestrarKRAKKAR.
Krakkaábyrgðin gildir einfaldlega þannig að þátttakendur á námskeiðinu - Hraðlestrarkrakkar - geta tekið námskeiðið eins oft og þau vilja eða telja þörf á fram til 11 ára aldurs – og festa um leið 17.500 kr. afslátt inn á almennt hraðlestrarnámskeið í framtíðinni.
Hentar fyrir: 7 til 9 ára grunnskólabörn.
Kennsluform:
- Kennt einu sinni í viku - alls í þrjú skipti
- 3 klukkustundir í senn
Heimanám: Gert er ráð fyrir að lágmarki 30-45 mín. daglegum heimaæfingum í lesefni að eigin vali. Lesið er samkvæmt æfingakerfi sem útlistað er í námskeiðsgögnum og börnin leidd í gegnum myndskeið á nemendavef Hraðlestrarskólans.
Algengur árangur: Tvöföldun til þreföldun á lestrarhraða, minni hræðsla við að taka upp bók, aukin lestrarfærni, meiri lestraráhugi og einbeiting við lestur.
Verð
-
Almennt verð er 35.500 kr.
– Kíktu á ítarlegri upplýsingar um verð, greiðsluleiðir og afslætti.
Innifalið í námskeiðagjaldi..
Ítarleg námsgögn sem hægt er að nota eftir námskeið til að viðhalda árangri og halda áfram æfingum, mikill aðgangur að kennara á meðan að námskeiði stendur í gegnum kennsluvef, aðgangur að kennsluvef með gögnum og æfingum á netinu, aðgangur að kennara eftir að námskeiði lýkur og krakkaábyrgð sem þýðir að nemandi getur endurtekið námskeið eins oft til 11 ára aldurs og hann telur þörf.
Skráðu þig á biðlista fyrir næsta námskeið - HRAÐLESTRARKRAKKAR - fyrir 7-9 ára!
Ýr, ánægð móðir.
"Þú ert að gera góða hluti með þessu námskeiði:)"
Svanfríður, mjög ánægð móðir.
"Það var ekki mjög jákvæð dama sem mætti til þín í fyrsta tíma en það viðhorf var svo sannarlega breytt þegar ég sótti hana aftur."
Kjartan Magnússon
faðir og afi
„Sonur minn 12 ára var ekki mikið fyrir að lesa þrátt fyrir hvatningu og samlestur. Mest hefur það verið hæglestur á Andrésar Andar blöðum/Syrpu. Það var frábær fjárfesting að bjóða honum á þetta námskeið. Þarna sá hann fyrst að það var skemmtilegt að taka upp bók. Nú liggur Ævintýraeyjan eftir Enid Blyton, lesin á dagsparti á sófaborðinu. Hið sama má segja um 11 ára barnabarn, sem fékk að fljóta með. Bestu þakkir.”
Veiga Dögg
Mjög ánægð móðir
„Dóttir mín, 9 ára tók þátt í hraðlestrarnámskeiði hjá ykkur 3 föstudaga í röð. Henni fannst mjög gaman og efldist talsvert mikið í lestri. Það sem ég sé mestan mun á er áhuginn sem vaknaði og sjálfstraustið sem hún fékk við aukinn lestrarhraða og skilning. Jólin verða nýtt í betri yfirferð á viku 1-2 til þess að efla okkur enn betur. Bestu þakkir“