Þarftu að lesa mikið í þínu starfi? - Ertu í kröfuhörðu starfi? Skiptir það þig máli að hafa góða yfirsýn yfir þær upplýsingar sem skipta þig máli og þú ert að vinna með á degi hverjum? Þarftu að undirbúa þig fyrir fundi, lesa skýrslur, tölvupósta, handbækur, fræðsluefni og annað sem gerir þér kleift að takast betur á við daglegan rekstur hjá þér eða vinnu?
Þegar fleiri verk vilja færast á færri hendur – og kröfur um aukna þekkingu og kunnáttu í starfi – aukast jafn hratt og raunin hefur verið undanfarin ár. Skiptir kunnátta eins og þessi lykilmáli í að veita þér það forskot sem þú þarft til að höndla auknar kröfur og takast á hendur meiri ábyrgð í daglegu starfi.
Ef að lestur er stór hluti af þínu starfi? – Handbækur, skýrslur, tölvupóstar, handrit, samningar, fundargerðir, frumvörp, námsbækur, tímaritsgreinar - á pappír eða rafrænt á tölvuskjá, lestölvum eða spjaldtölvum. Hafðu þá í huga að allir geta lært markvissari leiðir að því að vinna úr sínum texta.