Hvaða lestrarvenjur hafa kunnáttusamir afbragðs lesendur tileinkað sér til að lesa mikið af bókum - og njóta þeirra betur? Hvaða lestrarvenjur átt þú að tileinka þér til að feta í þeirra spor?
“Áhugi minn á lestri stórjókst við að lesa á meiri hraða. Mjög ánægður með skólann.”
Róbert, 27 ára hópstjóri.
“Auðveldar nám og próflestur alveg helling. Næ að klára skáldssögu á einum degi og það sama á við skólann.”
Andri Freyr Sigurpálsson, 16 ára nemi.
“Skilvirkt og fljótlegt. Fjórfaldaði hraða minn! Munar um minna í námi!”
Andri Már, 25 ára nemi.
“Hafði farið á hraðlestrarnámskeið í Borgarholtsskóla og missti fljótt niður árangur og var því skeptískur nú í byrjun. En ég er harður á því að halda betur í efnið í þetta skiptið. Ég er BS Viðskiptafræðingur og hafði aldrei farið í gegnum heila bók en það gerði ég í fyrsta skiptið í síðustu viku á 3 dögum og er að klára næstu. Námskeiðið á eftir að skila mér meistaragráðu og árangri sem ég leita eftir.”
Snorri Sigurjónsson, 25 ára Meistaranemi og Viðskiptafræðingur.
“Árangur minn eftir setu á námskeiðinu er langt framúr mínum björtustu vonum.”
Jón Óskar, 28 ára Viðskiptafræðingur.
“Ég las mjög hægt sem hafði mikil áhrif á afköst í námi. Nú hef ég um það bil fjórfaldað hraðann minn og skil betur það sem ég les. Ég finn strax, eftir 3 vikur, að ég hef meiri tíma til að leika með börnunum mínum.”
Hafdís Erla Árnadóttir, 32 ára nemi.
“Frábært námskeið sem einfaldlega skilar árangri.”
Auðunn Lúthersson, 16 ára nemi.
“Ég fer út örg sjálfri mér að hafa ekki drifið mig fyrr en nú! Þó ánægð með að hafa setið námskeiðið með 18 ára dóttur minni og þannig gefið henni forskot í sínu námi.Leiðbeinandi er skipulagður, faglegur og góður fyrirlesari. Takk fyrir mig :-)”
Sólbjörg G. Sólnes, 43 ára Hjúkka og nemi í MPH-ex.
“Hnitmiðað og markvisst nám sem nýtist strax á fyrsta degi. Klárlega vendipunktur í þekkingaröflun í komandi framtíð.”
29 ára bankastarfsmaður.
“Frábært námskeið sem fer fram úr öllum vonum. Það er mikill metnaður og komið til móts við mann í orði og borði!”
Soffía, 23 ára nemi.
“Hjálpaði mér helling. Nú kemst ég yfir mun meira efni á styttri tíma.”
Guðmundur E. Gíslason, 20 ára nemi.
“Námskeiðið hefur aukið áhuga minn á að lesa meira mér til skemmtunar, því áður las ég svo hægt að það var mikið mál að komast í gegnum ágætlega þykka bók. Námskeiðið mun án efa hjálpa mér í því háskólanámi sem ég byrja á í haust.”
32 ára tilvonandi nemi.
“Þetta er MJÖG hjálplegt! Ég les mikið hraðar með meiri athygli og eftirtekt. Námskeiðið bauð upp á allt sem þurfti en ég hefði mátt vera duglegri að æfa mig heima...”
Haraldur, 16 ára nemi í MR.
“Vil bara þakka fyrir mig. Mér fannst leiðinlegt að lesa og las mér aldrei til yndisauka. En viðhorfið hefur breyst og mun ég klárlega lesa meira í framtíðinni.
27 ára nemi.
“Gott námskeið sem á eftir að hjálpa mér mikið í framtíðinni.”
Stefán Helgi Jónsson, 29 ára Hagfræðingur.
“Frábært framtak! Trúi því varla að með því að læra markvisst og gera tilsettar æfingar að árangurinn væri svona fljótur að koma. Takk fyrir mig!”
Helga Lára Grétarsdóttir, 20 ára verkfræðinemi í HÍ.
“Nauðsynleg tækni til að viðhalda menntun, þekkingu og færni.”
39 ára framkvæmdastjóri.
“Loksins get ég farið að lesa mér til gamans án þess að ein bók taki fleiri, fleiri vikur.Kvíði ekki lengur fyrir að fara alveg á fullt í háskólanáminu!”
Ása Björk Valdimarsdóttir, 21 ára nemi og vaktstjóri.
“Bætti lestrarhraða og lesskilningur var jafnframt mjög góður. Ég á eftir að lesa meira heldur en ég gerði áður en ég fór á námskeiðið.”
Hrafnhildur Margrét Jóhannesdóttir, 19 ára nemi.
“Ég hef fundið aðferð til að lesa fræðibækur og tímaritsgreinar (í fagtímaritum), nokkuð sem reyndist mjög erfitt áður eða ómögulegt vegna athyglisbrests.”
44 ára doktorsnemi.
“Fyrir námskeið fannst mér ómögulegt að ná í 1000 orð á mínútu. Ég passaði að vera jákvæð og náði ég því léttilega í lok námskeiðs. Auk þess vinnur þetta vel með lesblindunni. Ég hvet alla til að skella sér á þetta námskeið.”
Tinna Kristjánsdóttir, 16 ára nemi.
“Þegar ég kom bjóst ég alls ekki við neinum framförum en eftir 2 vikur var ég strax farin að sjá árangur og fann að ég var að ná námsefni betur og var miklu sneggri með heimavinnu. Ég í raun keypti mér tíma með því að fara á þetta námskeið.”
Anna Margrét Ásbjarnardóttir, nemi.
“Frábær kennsla og kennari og frábær leið til að flýta fyrir heimavinnu og skilning.”
14 ára nemi.
“Ég var fyrst um sinn frekar stressuð og var ekki viss um að þetta hefði neitt upp úr sér, en þegar það leið á daginn kom annað í ljós. Árangurinn lét ekki bíða eftir sér og mér fór fram í námi utan námskeiðsins, varð rosalega ánægð og fylltist metnaði í öllu því sem krafðist lesturs. Að vísu var frekar erfitt að finna tíma til að æfa sig, en það opnaðist fyrir mér ný veröld þegar ég hafði loks þrefaldað lestrarhraðann og hugtakið "skilningur" fékk að vissu leiti nýja merkingu.”
Aldís Buzgó, 17 ára nemi í FB.
“Ég finn fyrir meiri áhuga í námi og í sambandi við heimavinnu. Þetta skilaði sér 100%. Ég hvet alla til að sækja þetta námskeið.”
Erna Jansdóttir, 19 ára Nemi
“Hraðlestrarskólinn hefur hjálpað mér að bæta lestrarhraðann minn verulega sem og að hjálpa mér að bæta námsárangur minn. Hver einasta mínúta sem ég lagði til náms hjá Hraðlestrarskólanum var sannarlega þess virði.”
Margrét Ýr Ingimarsdóttir, 22 ára Háskólanemi
“Fyrir námskeiðið hafði ég ekki mikla trú á mér sem námsmanni og var búinn að missa áhugann á skóla. Áhugi í námi stóraukinn. Einkunnir hækkað um ca. 3.0 og lestrarhraði búinn að aukast úr 128 orðum á mínútu í 905 orða á mínútu.”
Þorgeir G. Þorgrímsson, 26 ára Nemi
“Ég get tvímælalaust mælt með þessu námskeiði fyrir hvern þann sem þarf að komast yfir ógrynni upplýsinga á mettíma...og þekkja innihald þeirra vel. Og fyrir vikið uppsker ég meiri tíma aflögu fyrir mig og mína. Sjáumst aftur.”
Aldís Arna Tryggvadóttir, 27 ára Greinandi á verðbréfamarkaði
“Þetta námskeið er snilldin ein. Er svo sannarlega búnn að bæta lestrarhraðann, 3x - ekki slæmt. Frábær kennari, vel undirbúinn og með allt efnið á hreinu! - og ekki skemmir fyrir að fá prins og kók!”
Haraldur Ólafsson, 21 ára nemi í Hraðbraut.
“Námskeiðið hjálpaði mér mjög mikið, bæði hvað varðar lestrarhraða og skilning. Ég hef öðlast meira sjálfstraust þegar kemur að því að takast á við erfitt námsefni og er núna jákvæðari í garð háskólanáms en áður.”
Anna, 21 ára nemi.
“Námskeiðið hjálpaði mér að öðlast nýja vídd í lesefnið með því að gera mér kleift að rúlla í gegnum texta og muna meirihluta innihaldsins, eitthvað sem var mjög torvelt fyrir mig áður fyrr.”
Jóhann Grétar, 22 ára nemi.
“Opnaði nýjar víddir fyrir mér. Nú verður próflestur leikur einn í stað þess að vera kvöð áður fyrr.”
Arinbjörn Marínósson, 27 ára nemi.
“Námskeiðið stóð algjörlega undir væntingum og vel það. Gamlar kreddur brotnar á bak aftur og ný aðferð kennd. Frábært námskeið.”
Magga Gísla, 33 ára Fasteignasali.
“Námskeiðið skilar mér góðum árangri að ná meiri hraða við lestur í vinnu og heima. Það sem kom mér mest á óvart var kannski að ná góðum lesskilningi og læra að skanna lesefnið.”
Hrafnhildur G., Viðskiptastjóri fyrirtækja Glitni Háaleiti.
“Ég hafði miklar væntingar til námskeiðsins en samt tók það fram úr þeim. Hef næstum fjórfaldað lestrarhraða minn í léttu lesefni og þrefaldað hraðann í lestri á þyngra efni og aukið lestrarskilning í leiðinni.”
Edda Snorradóttir, 31 ára bókhaldari/nemi.
“Hafði góða tilfinningu fyrir námskeiðinu og var jafnframt forvitinn að vita hvernig maður þrefaldaði lestrarhraðann. Svarið kom á námskeiðinu. Algjör snilld. ***** ”
Jóhannes E. Levy, 34 ára ráðgjafi.
“Góð tilfinning. Gaman að sjá aukninguna á lestrarhraðanum. Fólk á erfitt með að trúa því að maður lesi 1 bók á kvöldstund. Tilfinningin er frábær og þá er markmiðinu náð. Takk fyrir mig.”
Þór Sæþórsson, 25 ára Viðskiptafræðingur og Mastersnemi í fjármálafræði.
“Hafði á tilfinningunni að ég ætti ekki möguleika á að auka lestrarhraða. Það hefur sýnt sig að þetta var rangt. Ég hef aukið lestrarhraða þó nokkuð og kynnst leiðum til að auka einbeitingu.”
51 árs Kerfisfræðingur.
“Einbeiting við lestur, hraði og skilningur lesefnis mun meiri. Átti í miklum erfiðleikum með einbeitingu við lestur en sá erfiðleiki hefur minnkað til muna.”
Hermann Jóhannesson, 19 ára nemi.
“Ég var ekki nógu dugleg að æfa mig heima, en engu að síður náði ég markmiðinu sem ég setti mér í upphafi námskeiðs. Helstu kostirnir við aukinn leshraða finnast mér vera aukin athygli við lestur, betri heildarsýn á lesefnið og það að geta lesið (náms)efni oftar yfir á styttri tíma.”
Arndís Anna Kristínar-og Gunnarsdóttir, 24 ára laganemi.
“Ég var ákaflega spennt eftir fyrsta tímann, loksins gæti ég farið að lesa allar þessar bækur sem ég keypti áður en börnin mín fæddust! Þó mikið sé að gera í barnauppeldi get ég hugsað mér að grípa í bók núna eftir námskeiðið sem ég gat ekki áður vegna tímaskorts. Mæli með þessu námskeiði við nánast alla sem ég hitti.”
Heiða Rafnsdóttir, 33 ára lögreglumaður og mamma.
“Mjög ánægður. Jók verulega lestrarhraðann og var undrandi á auknum skilningi.”
Jón Ingi Lárusson, 43 ára Húsasmíðameistari.
“Námskeiðið skilaði meiri árangri en ég átti von á í upphafi. Aukinn lestrarhraði og tæknin sem við lærðum við lestur á án efa eftir að skila sér í náminu. --> Námskeiðið styrkti sjálfstraust til lesturs og skilnings mikið.”
Sigríður Rún Steinarsdóttir, 23 ára nemi í félagsráðgjöf HÍ.
“Ég las mjög hægt sem háði mér í vinnu og við lestur blaða og tímarita. Eftir sex vikna námskeið er ég mun fljótari að komast í gegnum það efni sem ég þarf að lesa í vinnunni.”
Atli Vilhjálmsson, 47 ára Þjónustustjóri.
“Átti ekki von á miklum árangri, en árangurinn kom í ljós strax eftir fyrstu kennslustund. Þetta kemur til með að nýtast vel í háskólanáminu.”
Erla Ómarsdóttir, 23 ára nemi.
“Áður en ég byrjaði í Hraðlestrarskólanum átti ég til að einblína á orð fyrir orð í hvaða lesefni sem er. Núna á ég mun auðveldara með að ná heildaryfirsýn yfir það sem ég er að lesa. Þar með að auka til munar lestrarhraða minn. Núna hljómar það að lesa 100-200 bls. í námsbók fyrir tíma ekki sem verst.”
21 árs nemi.
“Tilfinning mín fyrir námskeiðinu er mjög jákvæð. Stór bókastafli er ekki lengur á náttborðinu. Námskeiðið hefur svo sannarlega borið þann árangur sem ég óskaði eftir. Og ég sé bara fram á meiri hraða í framtíðinni.”
Hafdís Ósk Jónsdóttir, 36 ára Heilsunuddari.
“Vonaðist til að ná að tvöfalda lestrarhraða án þess að missa niður skilning. Það tókst bæði hvað varðar léttari bókmenntir og námsefni. Frábært að kynnast aðferðum varðandi tækni við forlestur efnis.”
47 ára skrifstofustjóri og nemi.
“Þetta námskeið hjálpaði mér í náminu og lestrarskilningi og að nenna að lesa bækur.”
Hjörtur Erlendsson, 15 ára nemi.
“Frábært námskeið. Á eftir að hjálpa mikið í háskólanáminu. Sé núna fram á að eiga mér líka eitthvað félagslíf :-)”
25 ára háskólanemi.
“Gífurleg hvatning og kveikti áhuga minn á námsefninu mun meira. Miklu auðveldara að koma sér að verki. Kemst hraðar og markvissara yfir lesefni tengt vinnu og námi.”
Sigríður, 40 ára starfsmaður á endurskoðunarskrifstofu og Viðskiptafræðinemi.
“Markmiði mínu fullkomlega náð. Meiri ánægja af lestri, skilningur mun meiri.”
Tryggvi Tryggvason, 52 ára Arkitekt.
“Það er ákveðinn léttir að taka þetta námskeið vegna þess að eftir það kemst maður mun hraðar yfir námsefnið og því yfir mun meira efni!”
17 ára nemi.
“Nú get ég loks tekið skólann í nefið. Þetta var peninganna og tímans virði.”
Davíð Kári, 18 ára nemi.
“Skipulagt og gott námskeið. Mjög ánægð með æviábyrgðina og hyggst nýta mér hana. Æfði mig ekki nóg á meðan á námskeiðinu stóð en þetta er fjárfesting til lífstíðar og ég bý að kunnáttunni áfram og hyggst æfa mig í framtíðinni.”
Gerður Þóra Björnsdóttir, 20 ára nemi.
“Hafði ekki mikla trú á þessu fyrst en hef alveg skipt um skoðun. Þrefaldaði lestrarhraðann og öðlaðist meiri skilning í leiðinni. Frábært námskeið.”
Helena G., 29 ára Viðskiptafræðinemi.
“Ég bjóst við framförum en engan veginn svona miklum. Þetta námskeið er ekki einungis hvetjandi heldur gott veganesti í framtíðinni.”
Fjóla Dögg, 17 ára nemi.
“Var alls ekki með lítinn lestrarhraða þegar ég byrjaði, en fannst rúm til að bæta mig og þá sérstaklega hvað lesskilning varðar. Í dag er ég búin að tvö-þrefalda lestrarhraðann og lesskilningurinn hefur aukist til muna líka. Hefur komið sér sérlega vel í náminu mínu.Takk fyrir mig.”
Arna Þ. Árnadóttir, 26 ára nemi í HHS á Bifröst.
“Námskeiðið bætti mikið lestrartækni þannig að úthald til lesturs er mun meira og þreyta minni. Var sérstaklega ánægð með hvað skilningur jókst mikið meira en ég átti von á.”
24 ára nemi.
“Ég ákvað að fara á hraðlestrarnámskeið af því að ég hef stundum átt erfitt með einbeitingu við lestur og er að fara í mjög krefjandi nám í haust. Ég sé alls ekki eftir því af því að þetta hefur hjálpað mér mikið með lestrarhraða, lesskilning og einbeitingu og ég mæli með þessu fyrir alla.”
33 ára tilvonandi nemi.
“Er lesblind og ákvað að gera eitthvað í málinu, mætti með mjög gott hugarfar og það var enn betra eftir þetta frábæra námskeið. Virkilega gott námskeið sem skilar mér allavega meiri árangri í starfi. Haldið endilega áfram með þessi námskeið og verið sýnilegri, fullt af fólkki sem þyrfti að mæta til ykkar.”
34 ára skrifstofustarfsmaður.
“Frábært námskeið sem ég mæli með fyrir hvern sem er. Þrefaldaði lestrarhraða minn á þremur vikum.”
Eyþór G. Jónsson, 25 ára viðskiptafræðinemi.
“Hraðlestrarskólinn kom mér vel á stað við að ná forskoti í skóla/atvinnu. Nú verð ég bara að vera duglegur að æfa.”
Egill Fivelsted, 22 ára Sálfræðinemi.
“Kom á óvart og ólíkt væntingum í upphafi. Jók sjálfstraust til muna auk þess að minnka kvíða þar sem framför var umfram væntingar.”
19 ára nemi.
“Ég er menntaður lögreglumaður, Rafvirki og með B.A. gráðu í Afbrotafræði og vildi að ég hefði farið fyrr á námskeið hjá Hraðlestrarskólanum. Gott námskeið sem hefði nýst mér fyrr.”
Rafn Hilmar, 34 ára lögreglumaður.
“Fyrir námskeiðið hafði ég litla trú á að það væri raunhæft að þrefalda lestrarhraða á sex vikum. Nú hef ég hins vegar sannað fyrir sjálfum mér að það er hægt. Þessi lestrarhraði spara mér orðið mikinn tíma í náminu og lestri almennt. Ég þakka fyrir markvissa kennslu og góða fylgni skólans með árangri hjá manni.”
27 ára nemi.
“Nokkuð gott og skemmtilegt námskeið, góður tími og ég lærði mikið á þessu.”
Tómas Ísleifsson, 15 ára nemi.
“Fór á námskeiðið til að gá hvort að ég gæti bætt leshraðann minn þar sem ég les gífurlegt magn af bókum. Endaði með að 4-falda hraðann minn. Gífurlega sáttur.”
Gunnar Funi, 25 ára Tæknimaður/kerfisstjóri.
“Þetta borgar sig fljótt. Er mjög sniðugt og kemur að góðum notum - fyrir alla!”
18 ára nemi.
“Mjög gagnlegt, hef ekki bara aukið hraða á lestrarefni heldur hefur glósutæknin batnað ótrúlega mikið.”
Kristrún Karlsdóttir, 27 ára nemi.
“Mér finnst námskeiðið strax hafa hjálpað mér bæði þegar ég er að lesa fyrir skólannog eins bara moggann. Þó að hraðinn skili sér mun betur við léttari lesningu, þá hjálpar forlesturinn og glósutæknin mikið fyrir skólann og ég kunni mjög vel við kennarann :-)”
Edda B. Ragnarsdóttir, 20 ára lögfræðinemi.
“Þegar ég kom bjóst ég alls ekki við neinum framförum en eftir 2 vikur var ég strax farin að sjá árangur og fann að ég var að ná námsefni betur og var miklu sneggri með heimavinnu. Ég í raun keypti mér tíma með því að fara á þetta námskeið.”
Anna Margrét Ásbjarnardóttir, nemi.
“Frábært að geta lesið hraðar án þess að skilningur detti niður. Ég kemst núna fyrr í gegnum efnið og það er skemmtilegra að lesa.”
22 ára nemi.
“Námskeiðið bar mikinn árangur og ég mun tvímælalaust nota tæknina og æfingar til að auka lestrarhraðann enn meira í framtíðinni.”
Lilja Dögg, 20 ára.
“Góð tilfinning [fyrir námskeiði]. Ég er lesblind og bjóst ekki við því að 3-4 falda lestrarhraðann.”
18 ára nemi.
“Vissi ekki neitt nema að glósutæknin væri góð, ég er svo fljót að gleyma námsefni. Frábær glósutækni - góð aðferð að lesa. Mikil bylting fyrir mig því ég fékk alltaf samviskubit að sleppa úr orði.”
Dóra Sig., 49 ára Listamaður.
“Fyrst var ég ekkert spenntur en nú er ég ánægður að hafa farið á það.”
Adam Freysson, 13 ára nemi.
“Mér fannst þetta námskeið árangursríkt og gott fyrir skólann.”
Vilborg Inga, 15 ára nemi.
“Fyrir námskeið: Forvitni, von um bætingu en vissi ekki hvað ég var að fara út í.
Eftir námskeið: Frábært! Námskeiðið stóðst væntingar mínar margfalt. Ég fer í námið í haust með mun meiri tilhlökkun.”
Rakel Guðfinnsdóttir, 31 ára einkaþjálfari, húsmóðir og verðandi háskólanemi.
“Lestrartæknin kemur fyrst og fremst við upprifjunarnámskeiðið [þegar æviábyrgðin er notuð] Hraðinn og þjálfunin kemur fyrst þá. Hef mælt með þessu námskeiði við aðra og held því áfram. Takk fyrir mig :-)”
Elsa Eðvarðsdóttir, 30 ára nemi.
“Regluleg endurkoma nauðsynleg. Er sjálf að nýta æviábyrgðina og koma aftur eftir 14 ár. Kom aðallega til að skerpa á lestrarhraða þar sem ég hóf nýlega mastersnám en kom mér þægilega á óvart hvað nokkrar tæknilegir þættir sátu ennþá hjá mér eftir allan þennan tíma.”
42 ára lyfjafræðingur.
“Fyrir námskeið þá taldi ég mig lesa nóg og lesa hratt. Sé eftir námskeiðið að það er alltaf hægt að bæta sig.”
16 ára nemi.
“Námskeiðið hefur nýst mér mjög vel. Ég er að ná að komast yfir meira efni á skemmri tíma, þó það mætti alveg vera betur. Ég er einnig að glósa betur. Ég nota núna oftast spurningar sem ég tel vera lykilatriði á námskeiðinu og festa þannig betur í minni.”
Claudie Wilson, 25 ára nemi.
“Eftir að hafa tekið námskeiðið hefur skilningur og hraði stóraukist. Meiri tími hefur orðið til þess að gera eitthvað meira en einungis að vera með bók fasta við hönd og andlitið grafið á milli blaðsíðna.”
Sturla, 29 ára nemi.
“Uppörvandi og uppbyggjandi námskeið sem hvatti mig áfram og benti mér á vandamál hvað varðar námstækni og hægan lestrarhraða. Kærar þakkir fyrir mig.”
Hanna Björg Konráðsdóttir, 25 ára nemi.
“Verst að maður hafði ekki drifið sig á svona námskeið fyrir löngu síðan :-) Mjög ánægður, kem pottþétt aftur.”
Sigurjón Þráinsson, 36 ára Verkefnastjóri.
“Það kom mér á óvart hversu auðvelt er að auka lestrarhraða og lesskilning með frekar auðveldum hætti.”
Davíð Hafstein, 27 ára nemi.
“Fyrir námskeiðið var ég lengi að lesa efnið eða um 90 orð á mínútu. Núna get ég lesið um 600 orð á mínútu og ætla að setja mér hærra markmið og ná því. Alveg frábær tækni!”
Una Áslaug Sverrisdóttir, 16 ára framhaldsskólanemi.
“Námskeiðið stóðst klárlega væntingar mínar um aukinn leshraða auk þess sem kennarinn er léttur og skemmtilegur.”
Ómar Berg Rúnarsson, 20 ára lögfræðinemi.
“Námskeiðið stóð undir væntingum mínum. Ég bjóst við að 2-3 falda hraðann og auka skilning og bæði markmiðin stóðust.”
Guðjón Guðmundsson, 23 ára háskólanemi.
“Námskeiðið er gott og gefandi. Sparar tíma og eykur ánægju af lestri.”
Vignir A Svafarsson, 23 ára nemi.
“Að mínu mati var námskeiðið mjög skilvirkt og hjálpaði mér mikið í mínu námi.”
Hlynur Ólafsson, 20 ára nemi.
“Fyrir námskeiðið átti ég mjög erfitt með að lesa langan og/eða þungan texta. Eftir þetta námskeið get ég lesið langan og þungan texta á helmingi styttri tíma. Ég er mjög glöð yfir því að mér var sagt frá þessu námskeiði því annars hefði ég ekki náð þessum frábæra árangri.”
Saga Roman, 16 ára nemi.
“Námskeiðið uppfyllti allar mínar væntingar. Fyrir námskeiðið vænti ég þess að geta tvöfaldað lestrarhraða minn. Eftir námskeiðið hafði lestrarhraði minn hátt í fjórfaldast.”
Sif Cortes, 41 árs Viðskiptafræðingur.
“Ég þrefaldaði hraðann og jók vitneskju mína mikið. Er gáfaðari í dag en fyrir 3 vikum.”
Dóra Dögg Kristófersdóttir, 25 ára nemi.
“Tilfinning mín fyrir námskeiðinu er jákvæð. Kom með tilhlökkun og fer með tilhlökkun.Lestur minn hefur batnað þrátt fyrir að ég hafi ekki gefið mér tíma til æfinga heima við. En ég erkomin með verkfæri í hendurnar sem ég mun nýta mér.”
Bylgja Dís, 30 ára nemi.
“Gaf mér upplýsingar um hvað mætti betur fara hjá mér í lestri, mjög persónulegt og þægilegt.”
Sigurbjörg Jónsdóttir, 20 ára nemi.
“Fékk mig til að líta allt öðrum augum á lestur, s.s. hve miklu máli skiptir að stjórna augunum. Náði að 2-3 falda hraða og bæta skilning í leiðinni = markmiði náð!”
Daníela Gunnars., 24 ára nemi.
“Námskeiðið opnaði augu mín fyrir þeim möguleikum sem eru til, til að auka færni í lestri með tækni og skipulagningu. Búin að vera lestrarhestur og námsmaður alla tíð...vildi að ég hefði drifið mig á námskeið hjá ykkur miklu fyrr!”
Anna Sigríður Þórðardóttir, 44 ára Hjúkrunardeildarstjóri og nemi í lýðheilsustjórnun.
“Ég sé mest eftir því að hafa ekki farið á þetta námskeið fyrir löngu. Ég hefði getað sparað mér mikinn tíma í að gera ýmislegt annað en að eyða tímanum í lesa á bókasafninu. Ég er núna búin að tvöfalda lestrarhraðann og hef tvöfalt meiri tíma í að gera það sem mér finnst skemmtilegast.”
Inga Lilja Pálsdóttir, 23 ára Meistaranemi í HR.
“Mig vantaði tækni til að komast hraðar yfir upplýsingar. Eftir að hafa setið námskeiðið hafði ég tæknina og mun geta þróað hana enn frekar eftir mínu höfði í framtíðinni til að eflast í leik, námi og vinnu. Frábært og takk fyrir mig.”
33 ára nemi.
“Námskeiðið bar mjög mikinn árangur. Ég þrefaldaði lestrarhraða minn.”
Reynir, 17 ára nemi.
“Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og gagnlegt námskeið. Ég sá strax miklar framfarir á mínum lestrarhraða.”
Hekla Ólafsdóttir, 22 ára nemi.
“Námskeiðið stóðst allar mínar væntingar. Ég hef alltaf átt í erfiðleikum með lestur en núna er ég búin að meira en tvöfalda lestrarhraðann á þremur vikum, þannig að núna fer minni tími í nám.”
Björg Árdís, 21 ára Háskólanemi.
“Þegar ég hafði loksins ákveðið að fara á námskeiðið, beið ég óþreyjufull eftir því og hlakkaði til að byrja. Ég batt sem sagt miklar vonir við þá tækni sem kennd er á námskeiðinu og þær vonir brugðust ekki. Námskeiðið hefur svo sannarlega borið árangur, þrátt fyrir tímaskort fyrir heimaæfingar. Fyrir mér er þetta bara fyrsta skrefið í löngu ferli þar sem ætlunin er að bæta mig enn meira.”
43 ára háskólanemi.
“Sé eftir að hafa ekki tekið námskeiðið þegar ég var í skóla, en það mun nýtast mér vel í starfi. Það er þó undir þátttakanda komið hver árangurinn er.”
Bjarni Pálsson, 42 ára Deildarstjóri.
“Þetta var frábært námskeið sem hefur reynst mér mjög vel í skóla og námi. Þjónustan var frábær og mjög þægileg.”
Daníel Freyr, 16 ára Menntaskólanemi.
“Ég náði næstum að fjórfalda hraðann og halda í góðan skilning. Finnst þetta frábært fyrir alla nemendur.”
Ásdís Kristinsdóttir, 18 ára framhaldsskólanemi.
“Ég er mjög ánægður með árangur minn á þessu námskeiði og þetta mun hjálpa mér mikið í náinni framtíð.”
Jakob Frímann, 18 ára menntaskólanemi.
“Bjóst engan veginn við svona góðum árangri! Hef aldrei nennt að lesa bækur en nú get ég valið úr fjölda bókum :-)”
Ingibjörg Ragna, 18 ára nemi.
“Mér fannst námskeiðið skemmtilegt og það hjálpaði mér mjög mikið.”
Orri Hjörvarsson, 12 ára nemi.
“Sonur minn 12 ára tók ótrúlegum framförum í lestrarhraða á síðustu 6 vikum. Hann fann mikla hvatningu í stöðugri endurgjöf og fannst námskeiðið skemmtilegt.”
Sigríður Valdimarsdóttir, 41 ára kennari.
“Ég fór með vonir um að bæta mig aðeins svo ég kæmist yfir aðeins meira en nú hef ég hraðað mér meir en mig grunaði svo þetta var vel þess virði. Kennslan var skipulögð, farið eftir þörfum hvers og eins í æfingum, tekið fram að aðgangur að kennara sé góður og hann tilbúinn að hjálpa.”
Helga G. Bender, 24 ára nemi í HÍ.
“Sé alls ekki eftir því að hafa farið á þetta námskeið. Mun gagnast mér vel í náminu næstu ár og svo í vinnu í framhaldi af því. Takk fyrir mig.”
Margrét Ásta Blöndal, 20 ára nemi í Rekstrarverkfræði.
“Mér fannst námskeiðið mjög gott og hvetjandi. Maður var hvattur til að hafa trú á sjálfum sér við lestur og skilning og það fannst mér virka vel, því maður gerði sér í raun enga grein fyrir að það heldur aftur af manni. Ég sá að það skiptir miklu máli að æfa sig vel og hefði ég viljað gera meira af því. Ég mæli eindregið með þessu fyrir alla!!”
23 ára nemi.
“Bróðir minn hafði farið á námskeiðið og það hjálpaði honum mikið svo ég ákvað að skella mér líka. Námskeiðið er fagmannlegt í alla staði og heldur áhuga manns allan tímann. Mér finnst það hafa verið rétt ákvörðun hjá mér að fara á námskeiðið því það mun eflaust hjálpa mér mikið í framtíðinni, bæði í námi og starfi.”
Þráinn G. Þorsteinsson, 18 ára menntaskólanemi.
“Var alls ekki nógu duglegur að æfa mig heima en náði samt sem áður tæpri 4-földun á lestrarhraða. Það tel ég bara vera snilld!!!”
Björgvin G., 21 ára nemi í HR.
“Frábært námskeið með mjög góðum kennara sem hefur mikla þekkingu á efninu.Hjálpar einnig mikið að hafa farið yfir glósutækni, tímastjórnun og fleira. Námskeiðið stóðst mínar væntingar :-)”
Birna Dröfn Birgisdóttir, 23 ára Meistaranemi í alþjóðaviðskiptum.
“Námskeiðið var mjög krefjandi og mun meiri heimavinna en maður bjóst við en það skilaði sér. Fyrir námskeiðið var ég að lesa 288 orð á mínútu í skáldsögu en í seinasta tíma var ég komin upp í 1644 orð á mínútu í sömu bók. Þarf ekki að hafa samviskubit yfir að lesa mér til skemmtunar.”
Svanhildur, 20 ára nemi.
“Skýrt og gott námskeið sem veltir manni yfir þann dranga að vera lesblindur.”
Logi Bjarnason, 30 ára myndlistarmaður og verðandi heimspekingur.
“Einföld leið til að rífa upp lestrarhraða og einnig áhuga á lestri. Jón Vigfús er frábær fyrirlesari.”
Þórhildur, 18 ára nemi.
“Námskeiðið hjálpaði gríðarlega mikið og ég næstum fjórfaldaði lestrarhraðann. Ég fékk hinsvegar ekki mikinn tíma í heimanám og tel mig því geta bætt við meiklu meiru.”
Arnþór Gunnarsson, 18 ára nemi í MR.
“Mér fannst námskeiðið mjög lærdómsríkt. Ég bætti lestrarhraða minn og lærði nýja námstækni.”
Bríet Dögg, 16 ára nemi.
“Mér fannst þetta námskeið það besta sem ég hef farið á hingað til. Lestrarhraðinn þrefaldaðist og skilningur minn var frábær í lok námskeiðsins. Kennari var góður og náði fullkomlega til manns. Þetta námskeið er frábærlega skipulagt og hugsað vel um hagsmuni manns. Mér finnst ég vera orðinn partur af "hraðlestrarfjölskyldu"”
17 ára nemi.
“Ég bætti lestrarhraða minn heilmikið, bæði í þyngri og léttari texta. Þá náði ég enn betri tökum á að draga aðalatriði fram í texta.”
Sigríður Valdimarsdóttir, 41 ára kennari.
“Langt framar vonum. Bætti lestrarhraða úr 128 orðum á mínútu í 415 orð á mínútu þótt ég hafi ekki haft tíma til að æfa mig heima. Guð má vita hvað ég hefði bætt mig ef ég hefði æft heima. Þetta hjálpar mér mjög mikið að takast á við lesblinduna.”
Auðunn Pálsson, 35 ára atvinnurekandi og nemi í byggingatæknifræði.
“Markmið mitt fyrir námskeið var að auka skilning og lestrarhraða. Spara tíma. Námskeið sem opnar dyrnar fyrir einfaldleika náms. Glósutæknin á eftir að nýtast mér vel.”
Óla, 32 ára nemi.
“Frábært námskeið, náði að margfalda lestrarhraða minn og veit að það á eftir að nýtast mér vel í framtíðinni.”
18 ára nemi.
“Hafði ekki trú á að þetta námskeið myndi skila mér jafn miklum árangri og það hefur gert. Á eftir að hjálpa mér mikið í námi næstu árin. Þetta er tækni sem allir ættu að læra að nýta sér.”
Ingunn Bjarnadóttir, 29 ára nemi.
“Mjög gott námskeið. Ég var mjög áhugasöm fyrir því. Ég vissi að ég þarf að læra að lesa miklu hraðar en ég hef vanið mig á. Eftir námskeiðið er ég mjög sátt við þau tæknilegu atriði sem kennd voru. Mjög góður kennari sem kemur efninu vel frá sér. Ég hefði þó viljað bæta mig meira, auka hraðann enn frekar. Tíminn var naumur og mikið að gera. Á lengri tíma hefði ég getað bætt mig meira. En ég mun halda áfram að æfa mig. Snilld að geta setið annað námskeið ÓKEYPIS.”
23 ára nemi.
“Þetta námskeið á eftir að gagnast mér alltaf í námi og þegar ég les mér til skemmtunar.”
Arnar Freyr, 16 ára nemi.
“Ég hlakkaði til að byrja og er enn ánægðari en ég átti von á.”
Edda Magnúsdóttir, 62 ára sölustjóri.
“Mér fannst mjög fróðlegt og skemmtilegt að fara á hraðlestrarnámskeið. Núna er ég miklu meðvitaðri um ástæðu þess að við lesum hægt og hef bæði aukið hraða og skilning mikið. Ég mun án efa nýta þessa tækni í framtíðinni.”
55 ára skrifstofumaður.
“Árangur þessa 3ja vikna námskeiðs er veruleg hvatning þess að halda áfram á sömu braut. Ég mæli eindregið með þessu.”
Steinþór Hilmarsson, 46 ára Tæknifræðingur.
“Bara mjög sniðugt námskeið og kemur á óvart. Skemmtilegt líka :-)”
Telma Valey, 20 ára nemi.
“Frábært námskeið. Ég þrefaldaði lestrarhraðann og jók skilning sem nýtist mér mjög vel í mínu námi.”
Elsa Jóhannsdóttir, 28 ára nemi.
“Mjög gott og lærdómsríkt námskeið. Kemur sér vel í náminu sem er framundan.”
Björn Ívar Hauksson, 26 ára nemi.
“Mér fannst þetta mjög skrítið í byrjun en ég hafði heyrt að svona námskeið hafi hjálpað mörgum og ákvað að prufa og maður sá strax að þetta virkar en þá er bara að halda áfram að æfa sig.”
Elísabet Erdal, 33 ára nemi.
“Mjög gott. Fjórfaldaði lestrarhraðann.”
Theódór, 19 ára nemi.
“Ég bjóst við því að auka leshraða og lesskilning en árangurinn var framar mínum björtustu vonum. Takk!”
18 ára nemi.
“Námskeiðið hjálpaði mér mjög mikið í því að fara hraðar yfir allskonar efni, auk þess hefur skilningur minn batnað. Það ættu allir að nýta sér þetta tækifæri.”
Marta Serwatko, 18 ára nemi.
“Frábært námskeið. Fékk mig til að muna betur það sem ég les, lesa hraðar og auka skilning á lesefninu.”
17 ára nemi.
“Ég fimmfaldaði lestrarhraða minn og bætt skilninginn um tvo heila. Mjög ánægður og er viss um að þetta eigi eftir að skila sér enn frekar.”
Halldór Smári, 28 ára Iðnaðarmaður.
“Námskeiðið var frábært. Vel skipulagt og hnitmiðað. Sökum anna gat ég ekki sinnt neinni heimavinnu. Engu að síður jók ég lestrarhraða úr tæpum 300 orðum á mínútu með 40% skilningi í rúmlega 1.000 orð á mínútu með 80% skilningi. Bara með því að mæta í alla tímana. Frábært.”
Víðir Þór Þrastarsson, 28 ára Einkaþjálfari.
“Frábært námskeið sem allir ættu að vita af. Nýtist bæði í námi og við skemmtilestur og ekki síst við uppeldi, þ.e. að aðstoða börn við heimanám. Opnaði fyrir margt sem ég vissi ekki af áður. Takk fyrir mig.”
Þuríður J. Ágústsdóttir, 50 ára Skrifstofustarfsmaður.
“Námskeið bar árangur. Ég hef aukið lestrarhraða minn umtalsvert og á eftir að koma til með að nýta mér þetta mikið í lífi og starfi.”
Þóra Atladóttir, 27 ára bankastarfsmaður.
“Ég hafði lengi ætlað á námskeið hjá Hraðlestrarskólanum og er mjög ánægð að hafa loks farið. Aukinn lestrarhraði mun örugglega koma sér vel bæði í námi og starfi.”
Jóhanna, 36 ára nemi.
“Mjög gott námskeið. Hefur virkilega komið mér á sporið með aukinn hraða. Er þegar farið að gagnast í vinnu við yfirferð gagna. Mun halda áfram við að auka hraðann, með frekari æfingum.”
35 ára bókhaldari.
“Ég get ekki sagt að ég hafi haft mikla trú á þessu. Ég og vinkona mín vorum að spjalla um hraðlestrarnámskeið og hún sagðist hafa 4-faldað lestrarhraða sinn. Ég var mjög efins en ákvað að kíkja á þetta. Ég skráði mig á 3ja vikna námskeið og mér tókst að fjórfalda minn hraða á þessum vikum.”
Sigurbjörg Halla, 19 ára nemi.
“Mjög gott námskeið, var að auka lesturinn allt að þrefalt á 3 vikum. Meira en ég bjóst við þar sem ég sinnti ekki heimaæfingum eins vel og ég hefði viljað eða lagt var fyrir af skólanum. Á eftir að nýtast mér vel.”
26 ára nemi.
“Hraðlestrarnámskeiðið skilaði mér miklum árangri í námi og starfi. Ég þrefaldaði lestrarhraða minn á 3 vikna námskeiði. Takk fyrir mig!”
Katrín Þrastardóttir, 19 ára nemi F.Su og skrifstofustarfsmaður.
“Vel upp sett námskeið, hjálpar mér mikið við námið og við lestur skáldsagna. Mæli eindregið með þessu fyrir alla, ekki bara námsfólk!!”
Kristrún Stefánsdóttir, 27 ára nemi.
“Það kom mér á óvart hversu áhugavert hraðlestrarnámskeiðið var og hversu góðum árangri það skilaði. Eftir þriggja vikna námskeið var ég búin að þrefalda lestrarhraðann.”
Snæfríður Ólafsdóttir, 20 ára nemi.
“Námskeiðið hefur hjálpað mér að bæta hraðann og skilninginn. Ég er mjög ánægð með þjónustuna sem ég fékk. Öllum mínum spurningum var vel svarað.”
22 ára nemi.
“Ég hugsaði með mér að tvöfalda eða þrefalda lestrarhraðann en náði að fimmfalda hann. Miklu meira en ég bjóst við.”
Katrín Hrund Pálsdóttir, 18 ára nemi í VÍ.
“Eftir námskeiðið þá hef ég aukið mikið orðaforða í lestri. Ég er mjög ánægð að hafa komið og mér finnst skemmtilegra að lesa bækur núna, því ég les hraðar.”
Líney Sif, 18 ára nemi.
“Mjög sáttur með hvernig námskeiðinu lauk. Náði góðum árangri og er auk þess að nýta mér góða glósutækni við lestur. Þrefaldaði lestrarhraðann.”
Jón Guðni Sandholt, 18 ára nemi.
“Mér fannst námskeiðið gott.”
Daníel, 13 ára nemi.
“Mér fannst kennarinn góður og ég náði að bæta mig. Þetta var mjög gaman.”
Valur, 12 ára nemi.
“Ég bjóst við að ná mun meiri hraðaaukningu en þó ég hafi einungis rétt náð að tvöfalda leshraða, þá hef ég lært margt annað í sambandi við skipulag, glósun og fl. Svo kann maður góðar æfingar sem alltaf er hægt að grípa í.”
Anna María, 22 ára nemi í HÍ.
“Fór á námskeið til að aðstoða 12 ára son með lesblindu. Kom á óvart hvað þetta var gaman og sé fram á það að ég lesi meira í framtíðinni. Syninum gekk nokkuð vel, jók hraðann en þarf að bæta lesskilning. Nýtum okkur það að koma aftur þegar hann er orðinn þroskaðari.”
Sigríður H. Sig., 47 ára leiðbeinandi í grunnskóla.
“Tilgangur námskeiðsins var að auka lestrarhraða og lesskilning og hefur því verið fullnægt. Hefði bara viljað hafa haft meiri tíma til að æfa mig meira á milli tíma. Mjög ánægð með þetta námskeið.”
43 ára bankastarfsmaður.
“Kom mér á óvart hvað námskeiðið hefur kennt mér nýja hluti í lestrartækni. Ég kemst yfir meira efni í yndislestri, lestri á dagblöðum svo og námsefni. Tækni sem allir ættu að læra! :-) Takk fyrir mig.”
37 ára nemi.
“Ég fór á hraðlestrarnámskeiðið og náði að fimmfalda hraðann minn á 6 vikum og ég jók skilning talsvert. Ég mæli mjög vel með þessu námskeiði fyrir þá sem vilja auka lestrarhraða sinn og ná miklum árangri í námi og starfi. Takk æðislega fyrir mig. Þetta var frábært :-)”
Ragna Þóra, 20 ára Hjúkrunarfræðinemi.
“Þetta er eitthvað sem allir ættu að nýta sér. Þetta ætti í raun að vera kennt í grunnskóla. Ég bætti hraða minn mikið og mæli hiklaust með þessu við alla sem spyrja mig álits.”
Óttar K. Bjarnason, 24 ára nemi í HÍ.
“Ég var ánægður með námskeiðið. Kennslan var áhugaverð, skilvirk og góð. Ég rúmlega þrefaldaði lestrarhraðann og bætti skilning líka. Það er ekki vafi að þetta mun gagnast mér bæði í leik og starfi í framtíðinni.”
Haraldur Björn Sverrisson, 28 ára eilífðarstúdent.
“Var mjög ánægður með námskeiðið. Bæði árangur og kennslu. Las frekar hægt áður og eyddi miklum tíma í lestur. En ekki lengur.”
Árni G. Gunnarsson, 25 ára rafvirki.
“Þegar ég kom bjóst ég ekki vi ðþví að þetta yrði nógu góð nýting á peningunum mínum. En ég er búinn að margfalda lestrarhraðann! - og get alveg sagt að þetta var þess virði.”
Daníel, 18 ára listamaður.
“Námskeiðið er frábært. Kennslan þægileg og skipulögð. Ég þrefaldaði lestrarhraða og jók skilning um leið. Mæli með þessu fyrir alla.”
Hallur Helgason, 28 ára hönnuður.
“Námskeiðið fór fram úr björtustu vonum.”
Margrét, 44 ára nemi.
“Frábært námskeið. Góður kennari, með góða þolinmæði :-) ...og hvetjandi. Mjög hvetjandi ogfrábært að maður getur komið hvenær sem er í upprifjun. Kenndi mér að lesa uppá nýtt.”
24 ára nemi.
“Mér fannst námskeiðið hjálpa mér mikið. Ég bætti lestrarhraðann þó nokkuð og skilninginn með.”
Sigrún Tinna, 18 ára nemi.
“Mjög gagnlegt námskeið. Leiðir til þess að ég nenni að lesa meira námsefni.”
Dagur, 22 ára nemi.
“Gott námskeið sem hjálpaði mér að ná betri tökum á lestri námsbóka og bæta lestrarhraðann minn til muna!”
Nanna Kristín Tryggvadóttir, 22 ára nemi.
“Frábært námskeið, létt og þægilegt, mikil hjálp og kennari frábær.”
Arnar V. A., 15 ára nemi.
“Opnaði nýjar víddir fyrir mér. Nú verður próflestur leikur einn í stað þess að vera kvöð áður fyrr.”
Arinbjörn Marínósson, 27 ára nemi.
“Sonur minn (16 ára) er mjög hæglæs og ég stakk upp á því við hann að fara á þetta námskeið. Hann hefur þrefaldað hraða sinn og er mjög ánægður. Ég ákvað að nota námskeiðið til að læra að halda meiru eftir og er mjög ánægð með tæknina sem kennd var, þ.e. hraðlestur glósur og upprifjun.”
43 ára skrifstofumaður.
“Námskeiðið var árangursríkt. Náði að 3-4 falda lestrarhraða og auka skilning á lesefninu umtalsvert.”
Gunnar K., 61 árs Húsasmiður.
“Ég vissi að aðferðin virkaði og náði þeim árangri sem ég vonaðist til.”
Viðar Hreinsson, 52 ára framkvæmdastjóri.
“Þetta er ekki það sem ég bjóst við. Heldur miklu betra. Núna les ég næstum þrefalt hraðar. Mér finnst ég hafa grætt mjög mikið á þessu.”
17 ára nemi.
“Ég var alveg frekar bjartsýnn fyrir námskeiðið því ég hafði heyrt góða hluti. Og ég bætti lestrarhraða minn umtalsvert, svo námskeiðið skilaði árangri.”
Snorri Hanneson, 18 ára nemi.
“Ég hefði ekki trúað því hversu miklum árangri maður getur náð á skömmum tíma. Ég fimmfaldaði lestrarhraðann og jók skilninginn til muna! Mæli með þessu fyrir alla því að það geta allir þegið að lesa hraðar!”
Sigurður Þór Óskarsson, 20 ára nemi.
“Þetta er frábært námskeið sem á eftir að nýtast mér mikið bæði í námi og starfi :-)”
Kristín Brynja, 18 ára nemi.
“Þetta er góður skóli til að ná góðum og markvissum árangri.”
Hekla Guðrún Böðvarsdóttir, 18 ára nemi.
“Frábært námskeið og nauðsynleg tækni sem ætti að vera skylda fyrir alla að tileinka sér. Náði að þrefalda leshraða og skilning á þessum þremur vikum og ætla svo sannarlega að halda áfram á þeirri braut. Uppfærum grunnskóla lestrarforritið og fáum far með framtíðarhraðlestinni.”
Erlendur Eiríksson, 38 ára lögfræðinemi, leikari og matreiðslumaður.
“Hefði aldrei getað trúað því hvað þetta er sniðug aðferð til að lesa. Kom líka á óvart hve mikið auka efni, s.s. glósutækni, minnisaðferðir, upprifjunartækni, var á námskeiðinu. Þetta var eins og extra bónus sem nýttist mér rosalega vel. Takk.”
Elín G. Hómarsdóttir, 28 ára nemi.
“Nýtist vel í námi og starfi. Önnur tækni á lestri skólabóka, meira skipulag og snjöll glósutækni.”
Ólöf Rún, 42 ára nemi.
“Fyrir námskeiðið las ég 143 orð á mínútu! Eftir þriggja vikna námskeið var lestrarhraðinn kominn í um 700 orð! Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði, kemur til með að nýtast vel jafnt í námslestri, sem og leik og starfi.”
Silja Baldvinsdóttir, 23 ára nemi.
“Frábært námskeið. Frábær kennari. Frábær árangur!”
Sigrún Helga, 24 ára laganemi.
“Ótrúlega hentugt, hjálpaði mér mikið við að komast yfir allt lesefnið í náminu. Mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir alla. Takk fyrir hjálpina :-)”
Lína Ágústsdóttir, 20 ára lögfræðinemi.
“Mér finnst þetta rosalega sniðugt og mjög fegin að ég nýtti mér þetta. Sé ekki eftir þessu!”
Rakel Ósk, 15 ára nemi.
“Fyrir námskeiðið las ég 168 orð á mínútu með góðum skilningi en nú eftir námskeiðið hef ég rúmlega þrefaldað lestrarhraðann minn og hefur það auðveldað mér mikið við nám þar sem ég þarf að komast yfir mikið efni. Ég mæli því svo sannarlega með þessu námskeiði fyrir alla sem hafa áhuga á að lesa hraðar :-)”
Margrét Helga Gunnarsdóttir, 20 ára laganemi.
“Ég var efins í upphafi um árangur en fann fljótt að þær kennsluaðferðir sem notast er við virkuðu vel á leshraða minn og aukinn skilningur kom síðan með tímanum. Ég er mjög ánægður með námskeiðið.”
50 ára lögmaður.
“Fyrst var ég ekki viss um að þetta virkaði, þar sem ég þekkti engan sem hafði farið á þetta en strax eftir fyrsta tímann fannst mér þetta vera mjög áhugavert og var viss um að þetta myndi koma sér vel í náminu.”
Ragnheiður, 20 ára háskólanemi.
“Mæli með hraðlestrarnámskeiði fyrir alla sem þurfa að komast yfir meira efni á styttri tíma.”
Þórhildur Katrín Stefánsdóttir, 22 ára laganemi.
“Námskeiðið er mjög og skipulagt í alla staði. Helsti ókostur af minni hálfu var ónægur tími til að æfa heima.”
Róbert Marel Kristjánsson, 33 ára nemi.
“Fyrst var maður að velta fyrir sér hvort þetta væri e-ð fyrir mann. En eftir á er þetta snilld. Með þeim fyrstu að klára verkefni sem tengist lestri [í skólanum], svo þetta er mikill munur. Þetta er gott námskeið, vel skipulagt og allt.”
Brynjar Möller, 16 ára nemi.
“Ég náði að 3-falda hraðann minn, mjög sáttur. Hefði náð mun meiri árangri hefði ég verið duglegri að læra heima! Takk fyrir mig!”
Andri Guðmundsson, 18 ára nemi.
“Hraðlestrarnámskeiðið er mjög gagnlegt í námi & starfi. Kenndi mér að lesa og glósahraðar og betur..., lestrarhraði tvöfaldaðist og skilningur jókst líka :-) Frábært”
Arndís Bára Ingimarsdóttir, 23 ára nemi.
“Ég fór á þetta námskeið til að auka hraðann og það gekk eftir. Ég vil þakka kærlega fyrir mig.”
Valdimar.
“Mjög ánægður með námskeiðið. Stóðst allar væntingar sem ég gerði og gott betur.”
Björn Vignir Magnússon, 22 ára nemi.
“Ég þrefaldaði lestrarhraðann minn á 3 vikum. Eitthvað sem ég hélt að væri ómögulegt! Þetta á eftir að gagnast mér vel í laganáminu enda mikill lestur þar. Áður komst ég ekki yfir allt lesefnið samhliða verkefnunum á Bifröst en ég er bjartsýn á að það breytist.”
Zanny Lind Hjaltadóttir, 23 ára nemi.
“Frábært námskeið. Frábær fræðsla sem nýtist á flestöllum sviðum lífsins. Eykur vilja og getu í lestri, þetta mun nýtast mér mjög vel og ég kem án efa aftur! [æviábyrgð] Takk kærlega fyrir mig.”
Signý Ósk Sigurjónsdóttir, 20 ára nemi í lögfræði.
“Áður en ég fór á námskeiðið las ég mjög hægt og var ekki viss um hvort ég gæti aukið hraðann. Nú les ég þrefalt hraðar og á auðveldara með að fara yfir þyngra efni á skemmri tíma.”
Jórunn, 19 ára nemi.
“Hraðinn jókst c.a. 2,5 sinnum. Get náð meira ef ég æfi mig betur. Námskeið hnitmiðað. Æfingaefni gott. Glósutækni - græddi lítið á því. Þetta er gott "platform" til að bæta sig enn meira.”
Örvar Ólafsson, 33 ára sérfræðingur í Markaðsmálum.
“Ég var kvíðin, hélt ég gæti ekki lesið hraðar. Já, ég les efni mun hraðar og hef aukið skilning.”
46 ára sölustjóri.
“Gaman.”
Rúnar, 14 ára nemi.
“Námskeiðið hefur hjálpað mér að ná betri stjórn á lestrinum, halda einbeitingunni og hraðinn er mun meiri. Hefði verið enn betra ef ég hefði æft mig meira.”
Elva Bj. Arnarsdóttir, 21 árs nemi.
“Það hitti þannig á að ég náði ekki að sinna þessu einsog ég vildi vegna álags á öðrum stöðum. Mér blöskraði hvað ég náði að bæta hraðann minn margfalt og auka skilninginn, miðað við litla heimavinnu.”
Barði, 24 ára verkfræðinemi.
“Ég er ánægður með árangurinn og þakka skólanum fyrir hraðann og skilninginn.”
Ívar Loftsson, 13 ára nemi.
“Mjög markvisst og gott námskeið sem skilar topp árangri á skömmum tíma.”
Katrín Þ. Björgvinsdóttir, 23 ára nemi.
“Ykkur að þakka mun ég rúlla upp samræmdu prófunum. Hef látið og mun láta alla sem ég þekki vita af þessu námskeiði.”
Jökull Torfason, 15 ára nemi.
“Það kom mér á óvart hversu mikið er hægt að auka leshraðann. Frábær og einföld leið til að auka afköst í starfi.”
Auðbjörg Ólafsdóttir, 28 ára Hagfræðingur
“Mikið aðhald og mjög markvisst námskeið. Var hverrar krónu virði.”
Guðrún María Ómarsdóttir, 20 ára.
“Vel skipulagt námskeið, uppbyggilegt og fræðandi.”
Viktor Steinarsson, 33 ára Verkefnastjóri
“Þetta námskeið hefur gagnast mér mjög vel. Ég er að lesa á fjórfalt meiri hraða sem gefur mér færni á að fara betur yfir námsefnið mitt. Einnig hefur skilningur hjá mér aukist.”
Anný Rós, 16 ára Nemandi í MR
“Já, þótt ég hafi æft mig lítið sem ekkert vegna tímaskorts þá þrefaldaði ég samt lestrarhraðann. Ímyndið ykkur hvað gerist eftir æfingu.”
Michal Tosik, 25 ára Tölvunarfræð.
“Námskeiðið stendur fyllilega undir væntingum. Á þessum stutta tíma hef ég náð að 3x lestrarhraðann. Skýrt og hnitmiðað.”
Ragnhildur, 26 ára tæknimaður
“Það er ótrúlegt að hraðlestur er ekki orðið skyldufag í skyldunámi. Af hverju að skríða í gegnum textann þegar það er auðveldara að hlaupa.”
Einar, 29 ára eilífðarstúdent.
“Við brugðum okkur allir á hraðlestrarnámskeið í upphafi vetrar, jukum lestrarhraðann verulega og komumst með því hraðar yfir en við hefðum annars gert. Við mælum því eindregið með hraðlestrarnámskeiðum fyrir MR-inga.“
Gettu betur lið Menntaskólans í Reykjavík
“Fyrir mann með lesblindu eins og mig hafði ég mjög gott af þessu og náði bæði hraða og skilning vel upp. Takk fyrir.”
Andri Már Blöndal, 29 ára Stálsmiður/faðir í fæðingarorlofi.
“Þegar ég kom vissi ég hvorki upp né niður hvað ég væri að gera hér, en núna 6 vikum seinna hef ég náð frá 130 orðum á mínútu í 1056 orðum á mínútu og vil þakka fyrir það.”
Axel Kristinsson, 16 ára framhaldsskólanemi.
“Námskeiðið er nauðsynlegt þeim sem að eiga erfitt nám fyrir höndum. Ég kemst yfir meira efni á styttri tíma, auk þess sem skilningur hefur aukist.”
Brynja Guðmundsdóttir, 21 árs líffræðinemi.
“Ég hafði lesið um árangur nemenda Hraðlestrarskólans í blöðum og á heimasíðu skólans. Hann var hreint ótrúlegur, en aldrei datt mér í hug að ég myndi ná sama árangri. Á þriggja vikna námskeiði fimmfaldaði ég lestrarhraða minn. Takk fyrir mig!”
Karólína Finnbjörnsdóttir, 22 ára laganemi.
“Ég er mjög ánægður með allt sem ég lærði á þessu námskeiði, átti ekki von á því að auka hraðann fjórfalt á þessum vikum og auka skilning úr 50% í 80%. Þetta var ofar mínu björtustu vonum.”
Róbert Rafnsson, 36 ára Rafeindavirki.
“Mér fannst þetta námskeið frábært. Ég náði margfalt betri tökum á lestrinum. Loksins sé ég fram á það að geta klárað lesbækur fyrir próf og lesa yfir glósur.”
Elín Björk Jónsdóttir, 15 ára nemi.
“Var ánægð með að næstum þrefalda árangur minn á lestrarhraða. Vera 2 klst. með bók í stað 6 klst. Elska skipulagið hérna!
Sandra Björg, 16 ára nemi.
“Lengi hefur mig langað að bæta lesturinn en ekki fundið tíma. Eftir uppörfun frá ættingjum fór ég á stúfana og varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég hef rúmlega tvöfaldað hraðann og er ánægð með það.”
Edda Emilsdóttir, 74 ára húsmóðir.
“Var hræddur um að verið væri að selja mér "snáka-olíu", þetta er eiginlega of gott til að vera satt. Kom á daginn að loforð um tvöföldun á leshraða var auðvelt að ná og gott betur. Nú er bara að halda áfram að nýta námið.”
B. Helgi Björgvinsson, 33 ára Forstöðumaður UT. Air Atlanta.
“Ég leitaði eftir að geta aukið lestrarhraða minn og námstækni. Þetta námskeið bætti námstæknina hjá mér mikið og lestrarhraðinn margfaldaðist. Fór algjörlega framúr mínum væntingum.”
Margrét Kjartansdóttir, 18 ára nemi.
“Áður en ég fór á námskeiðið hélt ég að ég væri með lesblindu eða athyglisbrest, en ég er búinn að gleyma þeim pælingum núna. Frábært námskeið sem gefur manni nýja innsýn á lærdóminn í skólanum.”
Bjarni Magnússon, 23 ára nemi.
“Ég var með þó nokkuð miklar væntingar í byrjun enda búinn að heyra margt gott um námskeiðið. Það má segja að það hafi staðist þessar væntingar og vel rúmlega það! Ég hreifst með frá byrjun og árangurinn lét ekki á sér standa. Einstaklega vel heppnað námskeið, góð kennsla, sannfærandi efni o.s.frv. Síðast en ekki síst gaf námskeiðið mér aukið öryggi og drifkraft í náminu.”
22 ára háskólanemi.
“Frábært, þetta virkar!”
Árni Guðmundsson, 24 ára háskólanemi.
“Þetta var mjög skemmtilegt og fræðandi námskeið og lærði mikið af því. Takk fyrir mig.”
Rakel Jóhanna Ragnarsdóttir, 12 ára grunnskólanemi.
“Í erli hversdagsins er tæknin sem þetta námskeið miðlar afar mikilvæg, þar sem flestir eru að glíma við tímann. Ætti að vera skyldunámsefni.”
Friðrik Ó. Friðriksson, 37 ára Arkitekt.
“Ég byrjaði í 150 orðum á mínútu en við lok námskeiðs var ég í ca. 600 orðum á mínútu með góðan skilning. Fagmennska og metnaður er það sem þetta námskeið stendur fyrir.”
Tryggvi Rafn Sigurbjarnarson, 22 ára nemi.
“Ég vissi ekki alveg hvað ég myndi fá út úr námskeiðinu og var aðeins hikandi áður en ég byrjaði. En árangurinn lét ekki á sér standa og nú er ég búinn að fimmfalda hraðann í meðalþungu efni og hef betri einbeitingu í þungu efni.”
Björn Rúnar Egilsson, 22 ára nemi við HÍ.
“Þetta námskeið hefur ekki einungis aukið lestrarhraða minn, heldur einnig hvatt mig til að hafa meiri trú á minni eigin getu.”
Lára, 19 ára nemi.
“Ég bjóst ekki við svona góðum árangri. Ég hvet alla til að sækja þetta námskeið helst fyrr en seinna og læra vel heima. Það mun skila góðum árangri!”
Þorvaldur Óli R, 19 ára nemi.
“Ég er afar sáttur við námskeiðið. Það hefur greinilega gagnast. Hefði viljað sækja þetta námskeið fyrir löngu, a.m.k. áður en ég lauk háskólanámi.”
Þórleifur Björnsson, 36 ára forstöðumaður.
“Fyrir námskeiðið las ég 189 orð á mínútu með góðum skilning, jafnt og þétt jók ég svo lestrarhraðann upp í yfir 1000 orð á mínútu með sama skilning. Æfingin skapar meistarann.”
Hafsteinn Einarsson, 18 ára nemi.
“Ólýsanlegt! Takk kærlega fyrir mig.”
Sara Ben, 18 ára nemi.
“Áður en ég fór á námskeiðið las ég mjög hægt og átti erfitt með að halda einbeitingunni á námsefninu en eftir námskeiðið kvíði ég ekki jafn mikið fyrir próflestrinum og er auk þess farin að lesa mér til gamans.”
Arna Rún Gúst., 19 ára nemi.
“Ég finn að það er léttara að lesa í gegnum þungt efni núna sem þýðir að það verður skemmtilegra og áhugaverðara.”
Anna Guðný, 18 ára nemi.
“Námskeiðið hvetur mann áfram. Eykur sjálfstraust. Eykur áhuga á námi. Persónuleg ráðgjöf og áhugi kennara á að svara spurningum hafði mjög mikið að segja. Náði mun meiri árangri en ég hafði nokkurn tímann vonast eftir. Takk fyrir mig.”
Rakel Þorleifsdóttir, 26 ára Háskólanemi.
“Það er alveg ótrúlegt að geta, með lítilli fyrirhöfn, lesið 746 orð á mínútu. Ég náði næstum því að þrefalda lestrarhraðann.”
Einar Brynjólfsson, 37 ára Framhaldsskólakennari.
“Ég taldi mig alltaf lesa mjög hratt, og hef aldrei átt í lestrarörðugleikum, en ég hef þrátt fyrir það aukið lestrarhraða minn umtalsvert og mun nýta mér þessa tækni við lestur í framtíðinni.”
Þorsteinn Valdimarsson, 17 ára nemi.
“Þetta námskeið á eftir að spara mér hellings tíma af námsbókalestri sem ég get mun betur nýtt í að verða betri íþróttamaður.”
Ragna Björk Ólafsdóttir, 17 ára nemi og golfari.
“Markvisst námskeið sem skilar hámarksárangri. Ég margfaldaði lestrarhraða og skilning og þökk sé verkefnunum get ég bætt mig áfram!”
Gústav A. B. Sigurbjörnsson, 21 árs heimspekinemi í HÍ.
“Við vorum tvær vinkonur sem ákváðum að prófa námskeiðið eftir að við vorum byrjaðar að dragast aftur úr í námi. Ég efaðist um hvort ég ætti að týma að eyða tíma í námskeiðið og ég sé ekki eftir því að hafa skellt mér. Ég nánast þrefaldaði lestrarhraðann á þriggja vikna námskeiði og mun hiklaust nýta mér æviábyrgðina til að bæta hraðann enn frekar.”
23 ára sálfræðinemi.
“Ég vissi að það væri gott fyrir mig að fara á þetta námskeið, þar sem ég var frekar hæglæs. En þegar því var lokið þá er ég ekki bara farin að lesa hraðar heldur finnst mér mun skemmtilegra að lesa. Þetta mun án efa hjálpa mér með háskólanámið.”
Margrét Rán, 20 ára lögfræðinemi í HR.
“Var búið að dreyma um svona námskeið lengi, fann mikla þörf fyrir að auka leshraða í starfi og einkalífi. Magnað námskeið, virkilega metnaðarfullt og vel skipulagt. Er alsæl og hlakka til að notfæra mér það sem ég lærði.”
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, 32 ára Kennari.
“Sérlega gott og hnitmiðað námskeið sem allir ættu að gefa sér tíma fyrir. Það að geta tvöfaldað, þrefaldað eða fjórfaldað lestrarhraða er alveg stórkostlegt. Ég þarf að lesa mikið í mínu starfi ogþetta námskeið hefur gert mér kleift að komast hraðar og betur yfir efnið. Takk fyrir mig.”
Atli Þór Kristbergsson, 36 ára Kerfisstjóri.
“Mér hefur alltaf fundist ég of lengi að lesa fræðslubækur (kennslubækur). Þetta hefur valdið kvíða hjá mér við að fara aftur í nám. Ég sótti samt um námsleyfi og þegar ég fékk það ákvað ég að gera eitthvað í málunum. Ég skráði mig því á hraðlestrarnámskeiðið og það er þegar farið að skila mér árangri þegar ég les skólabækurnar.”
Kolbrún Kjartansdóttir, 51 árs Kennari.
“Námskeiðið stóð vel undir væntingum - náði betri árangri en ég þorði að vona í upphafi. Finn mestan mun á aukinni athygli/eftirtekt við lestur. Takk fyrir mig.”
Arna Friðriks.
“Ég hef lært að skipuleggja mig betur og finnst ekkert mál lengur að lesa mikið efni fyrir próf. Ég er bjartsýn á áframhaldandi nám, þökk sé hraðlestrartækninni.”
Edda Karlsdóttir, 19 ára nemi.
“Framfarir mínar á námskeiðinu komu mér mjög á óvart. Ég þótti lesa hratt miðað við aðra en jók hraðann tæplega fimmfalt með skilningi á prófi upp á 10. Mjög fagmannlega að þessu staðið. Ég ætla hiklaust að nýta mér rétt á námskeiði til upprifjunar.”
Hafdís Björk Jónsdóttir, 20 ára á leið í tannlæknanám og vinn á mbl..
“Mjög gott námskeið, náði að þrefalda lestrarhraðann með 100% skilningi. Mæli með þessu.”
María Björg Magnúsdóttir, 18 ára nemi í MR.
“Ég hef tæplega þrefaldað hraðann minn. Og það nýtist mér mjög vel í skólanum eða bara til að lesa bók. Miklu meiri skilningur og það er skemmtilegra að lesa.”
Páll Fannar, 18 ára nemi.
“Ég átti erfitt með að ímynda mér hvernig 6 vikna námskeið sem er 2 klukkustundir í senn, gæti borið svona góðan árangur. Sem það svo gerði.”
17 ára nemi.
“Frábært námskeið til að bæta lestrarhraða. Nýtist mjög vel; góðir ábendingapunktar.”
Unnur Birgisdóttir, 18 ára nemi.
“Þetta námskeið var í alla staði vel skipulagt og skemmtilegt. Það er hvetjandi að sjá framför strax í fyrsta tíma. Takk fyrir.”
Emilía Kristjánsdóttir, 35 ára Leikskólakennari.
“Eitthvað sem allir ættu að fara á!”
Geirný, 20 ára háskólanemi.
“Einstaklega ánægð með námskeiðið. Stóð undir því sem ég vonaði og gott betur. Veitir innblástur og opnar dyr.”
Eva Huld Ívarsdóttir, 21 árs nemi.
“Kom mjög á óvart hve mikill árangur kom í ljós. Ég ætla ekki að hætta að læra heima og reyna að auka hraðann enn meira. Mæli með þessu fyrir alla á öllum aldri.”
Karólína Ösp, 19 ára nemi.
“Virkilega gagnlegt námskeið og frábært að fá í tölvupósti frá skólanum upplýsingar um þann árangur sem ég var að ná. Virkilega skjót svörun hjá kennara sem mér þykir mjög mikilvægt.”
Kristín Á., 25 ára ráðgjafi.
“Árangur minn var meiri en ég bjóst við og þjónusta og aðstaða mjög góð. Þetta mun hjálpa mér í námi og einnig vakið enn meiri áhuga á lestri á bókum.”
Sindri Snær Harðarson, 16 ára nemi.
“Frábært námskeið, kennsla markviss og góð. Hlakka til að geta lesið meira en ég hef gert hingað til og ná efninu almennilega.”
Kristín Lilja, 30 ára ráðgjafi.
“Ég var mjög spennt fyrir námskeiðinu og það var eins gott og ég bjóst við. Finnst þetta veraeitthvað sem ALLIR ættu að fara á, sérstaklega í okkar nútímaþjóðfélagi þar sem allt er á fleygiferð.”
22 ára háskólanemi.
“Þetta er mjög gott námskeið. Núna hefur maður alla þá grunnþekkingu sem þarf til að geta hraðlesið og geta komist yfir meira efni. Bara takk fyrir mig.”
Benedikt Reynir, 16 ára nemi.
“Námskeiðið hefur aukið lestrarhraða þó hann hafi verið ágætur fyrir.”
Elísabet H Salvarsdóttir, 29 ára Sérfræðingur á markaðssviði.
“Ég bjóst við að þetta námskeið gæti hjálpað mér við að auðvelda lestur en það kom á óvart hversu gagnlegt og árangursríkt það var.”
Hildur Magnúsdóttir, 21 árs viðskiptafræðinemi.
“Þetta námskeið kennir manni ýmsa hluti sem hjálpa manni ekki bara við hraðlestur heldur líka lestur almennt. Mikilvægt er að gera heimaæfingarnar, en hraðlestrartæknin eykur samt strax hraða eftir að maður lærir að nota þær.”
Benedikt, 19 ára nemi.
“Með þeirri tækni sem ég lærði í Hraðlestrarskólanum sé ég fram á að komast betur yfir allt það lesefni sem ég þarf að komast yfir bæði í námi og starfi, svo ég tali nú ekki um jólabækurnar.”
Sigríður Kristjánsdóttir, 49 ára framkvæmdastjóri.
“Góður leiðbeinandi, gott námsefni, mikill árangur, það gerist ekki betra. Meira en fjórföldun á lestrarhraða frá upphafi námskeiðs.”
Ragnar Sigurðsson, 18 ára nemi á félagsfræðibraut.
“Þetta námskeið er alveg þvílíkt, að geta lesið 3-6 falt hraðar en áður. Bara alger snilld. Mæli með að allir fari, þetta er peninganna virði.”
Bjarni Svanur, 18 ára nemi.
“Ég var búinn að kynna mér skólann nokkuð vel og taldi mig hafa umtalsverða vitneskju um hverskonar nám þetta væri. Eftir námskeiðið sé ég að það er mun betra en væntingar mínar gáfu tilefni til.”
Ottó V. Guðjónsson, 48 ára Kerfisforritari.
“Námskeiðið bar mikinn árangur, ég byrjaði með 96 orð á mínútu og 40% skilning en í lokin var ég með 406 orð á mínútu og 70% skilning.”
14 ára nemi.
“Ég var fyrst ekki viss um hvort að námskeiðið myndi gefa eitthvað af sér en strax eftir fyrsta tíma fann ég mun á lestrarhraðanum og þetta kom mér rosalega á óvart.”
Sigurður Rafn, 17 ára nemi.
“Kom mér á óvart. Bæting var meiri en ég bjóst við.”
Guðmundur Sölvason, 49 ára Rafvirki.
“Það kom mér á óvart hve fljótt mér tókst að auka lestrarhraðann. Eins hve miklum skilningi mér tókst að ná á lesefninu þrátt fyrir hraðann. Mun nýtast mér í starfi í framtíðinni.”
Ingunn, 40 ára kennaranemi á lokaári.
“Hlakkaði til að koma og sjá hvort hraðinn myndi aukast og hann gerði það. Nú líður mér betur með að vera að fara í prófalestur, því ég veit að ég get lesið allt efnið.”
Ásgerður F., 22 ára nemi.
“Hraðlestrarskólinn hefur nýst mér mjög vel, ég finn mikinn mun á lestrarhraða mínum nú þegar, en veit að með aukinni æfingu get ég bætt hann mun meira. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir hvern sem er.”
Gerður Rún, 20 ára Markaðsfulltrúi og verðandi námsmaður.
“Ég hafði farið á námskeiðið áður svo ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu, langaði hinsvegar að bæta enn meira við árangurinn og sé ekki eftir að hafa eytt tíma í þetta. Líklega besta fjárfesting sem til er fyrir námsmenn.”
Helga Lillian, 20 ára nemi.
“Ég var steinhissa að strax eftir fyrsta tíma sá maður framfarir. Datt ekki í huga að maður gæti náð svona mikið meiri hraða fyrr en kannski eftir 3-4 tíma.”
Hallbera Eiríksdóttir, 22 ára nemi í HR.
“Fór á námskeiðið með það í huga að bæta smá við lestrarhraða minn þar sem ég hef stundum verið að drukkna í lesefni í skólanum og sjaldnast komist yfir allt lesefnið. Nú hef ég enn meiri trú á sjálfri mér og er því óhrædd við að takast á við þriðja veturinn og BA ritgerðina. Ég mun án efa halda áfram að æfa mig til að auka hraðann enn meira og á jafnvel eftir að sitja námskeiðið aftur.”
Hrefna Gerður Björnsdóttir, 25 ára lögfræðinemi.
“Hver einasta mínúta vel skipulögð. Eftir námskeiðið lít ég á lestur með allt öðrum augum.”
Hannes, 18 ára nemi.
“Frábært námskeið sem mun hjálpa við próflestur núna í menntó og svo í háskólanum.”
Fanney, 19 ára nemi.
“Frábær undirbúningur fyrir framtíðina og mikill tímasparnaður. Kennari nær að vekja upp áhuga og meiri metnað í að ná enn betri árangri og meiri kunnáttu á hinum ýmsu sviðum.”
Sif Sigþórsdóttir, 18 ára nemi í Versló.
“Var í vafa hvort ég ætti að gefa mér tíma til að sækja námskeiðið. Er mjög ánægð með að hafa slegið til, það var tvímælalaust tímans virði. Á þessum þremur vikum hef ég rúmlega, þrefaldað lestrarhraðann auk þess sem skilningur á lesefni hefur aukist.”
Helga Hákonardóttir, 37 ára Hjúkrunarfræðingur.
“Þetta námskeið kom mér mjög á óvart og náði ég meiri árangri en ég nokkurntímann bjóst við.Mjög sniðugt fyrir fólk með börn sem er í skóla og vinnu.”
Agnes Þorleifsdóttir, 23 ára nemi.
“Mjög lærdómsríkt og nytsamlegt námskeið. Kemst yfir meira efni á skemmri tíma.”
Guðrún Svava Pálsdóttir, 26 ára Hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurfræðinemi.
“Hef oft staldrað við auglýsinguna um námskeiðið og dreif mig loks með tvö af börnunum mínum. Þetta námskeið er mjög gott. Góður kennari sem heldur athygli allan tímann.”
Svava H. Svavarsdóttir, 51 árs nuddari.
“Ég var búinn að gera mér það ljóst að þetta yrði erfitt en ég vissi ekki alveg að það yrði svona mikil heimavinna, en hún skilaði sér í árangri og kom ég sjálfum mér á óvart, því ég hef alltaf lesið hægt. Ég er mjög ánægður með útkomuna og ætla að mæla með þessu námskeiði.”
Stefán Elfar G., 25 ára Smiður.
“Kennari var hnitmiðaður og góður, það sást að hann vissi hvað hann var að tala um. Það eina sem ég sé eftir er að hafa ekki lært nógu vel heima.”
Ólafur K. Albertsson, 17 ára Sviðsmaður í Borgarleikhúsinu og nemi í FÁ.
“Hraðlestrarskólinn hefur stuðlað að betri kunnáttu á námsefni mínu og það ættu allir að fá það tækifæri að geta lesið hraðar, því það nýtist vel.”
Ingibjörg Sigurðardóttir, 19 ára nemi.
“Námskeiðið opnaði mér nýja sýn á hvernig hægt er að auðvelda námið og um leið að nýta tímann mun betur.”
Jón Orri, 21 árs nemi.
“Hef náð að bæta hraða töluvert. Er loks farinn að lesa blöð, ekki bara skima yfir. Mun gera gæfumun í námi og starfi.”
Baldvin Þór Sigurðsson, 34 ára nemi.
“Ég er kominn yfir þann þröskuld að staglast í gegnum texta; les almennt hraðar. Það er hægt að lesa hraðar, það þarf bara að segja manni það.”
Vignir Már Lýðsson, 17 ára nemi.
“Ég þurfti að auka lestrarhraða minn vegna þess mikla lesefnis sem kennt er í mínu fagi. Að hafa setið hraðlestrarnámskeiðið hefur aukið lestrarhraða minn mikið og ég hlakka til að geta nýtt mér þessa tækni í framtíðinni. Námskeiðið bar margfaldan árangur þess sem ég bjóst við.”
28 ára nemi.
“Kemur á óvart hversu mikið hægt er að auka hraða lesturs á stuttum tíma.Námskeiðið stóst fullkomlega þær kröfur sem ég gerði til Hraðlestrarskólans.”
Heiðrún Ólöf, 20 ára.
“Námskeiðið hefur reynst mér vel, les hraðar og næ efninu betur.”
Ingvar Haukur, 18 ára framhaldsskólanemi.
“Námskeiðið hefur án efa skilað árangri. Lestrarhraðinn hefur a.m.k. tvöfaldast. Hátt í þrefaldast. Ég er samt viss um að ég hefði náð enn betri árangri hefði ég æft mig meira heima. Ég á alveg örugglega eftir að [nýta mér æviábyrgðina og] sitja námskeiðið aftur, þá helst í sumarfríinu.”
Garðar Þorsteinsson, 31 ára Grunnskólakennari.
“Námskeiðið í Hraðlestrarskólanum hjálpar mér ekki bara í náminu heldur líka í daglega lífinu því ég er 3 klukkutíma að lesa bækur sem ég var 2 vikur að lesa áður. Lestur verður miklu skemmtilegri, skilningur meiri og áhugi fyrir lesefni stóreykst.”
Borghildur Guðmundsdóttir, 37 ára nemi.
“Námskeið þetta kom mjög vel á óvart. Ég bjóst ekki við svona auðveldum, skemmtilegum en samt krefjandi vinnubrögðum. Ég á klárlega eftir að mæla eindregið með þessu námskeiði við alla sem þurfa á því að halda.”
Páll R. Logason, 20 ára Kaupmaður.
“Námskeiðið uppfyllti allar væntingar og lestrarhraðinn margfaldaður. Tilboð um endurkomur á námskeiðið hvetjandi og styðjandi við síþróun á eigin getu og nýtingu hugans/heilans. Mæli sterklega með þessu námskeiði.”
Kolbrún Ragnarsdóttir, 52 ára.
“Frábært - Betra en mörg þau námskeið sem ég hef sótt. Veit að árangur er kominn til að vera og batna.”
Hanna, 51 árs ritari.
“Skýrt, markvisst og skemmtilegt námskeið. Námstæknin mun nýtast mér vel í framtíðinni.”
Sonja Guðnadóttir, 21 árs nemi.
“Mér fannst námskeiðið bera góðann árangur. Bæði hef ég margfaldað lestrarhraðann og náð mun betri lesskilning! Þetta mun nýtast mér alla ævi. Takk fyrir mig!”
Jóhanna Helga, 15 ára grunnskólanemi.
“Námskeiðið var gott, ekki of tímafrekt og góður undirbúningur fyrir framtíðina.”
Margrét Ósk, 14 ára nemi.
“Snilld!!”
Sigurður A. Sigurðsson, 19 ára nemi.
“Aðallega finn ég mun á því að ég næ að einbeita mér miklu fyrr við erfiðan lestur og að ná í þennan level sem skilar mestum árangri.”
Claudia Vennemann, 40 ára Starfsmannastjóri.
“Hef alltaf haft gaman af að lesa en verið frekar lengi að því. Finnst skemmtilegra að lesa og lýk bók mikið fyrr.”
Anna, 51 árs fulltrúi.
“Mjög gott námskeið, náði að taka inn upplýsingar af öllum tegundum miklu hraðar og áhugi á að lesa jókst mikið! Mæli með að allir tileinki sér tæknina!”
Ingibjörg Halldórsdóttir, 19 ára nemi.
“Frábært námskeið sem eflir sjálfstraust manns. Mun vafalaust hvetja margan áfram í lífinu :-)”
Silja R, 27 ára líffræðinemi.
“Var ekki viss um að þetta skilaði árangri en eftir fyrsta tíma sá ég eftir að hafa ekki farið fyrir 16 árum. Þetta er nauðsynlegt námskeið fyrir nám og vinnu.”
Lúðvík Lúðvíksson, 34 ára Lögfræðingur.
“Ég var mjög spennt yfir að byrja á þessu námskeiði. Ég hef ekki verið dugleg í því að vinna heima en hef samt bætt mig. Ég ætla að koma aftur, leggja mig betur fram og koma á betri tíma (þegar ég er ekki í prófum). Annars fannst mér námskeiðið mjög skemmtilegt og krefjandi.”
Álfrún Perla, 14 ára nemi.
“Mér finnst námskeiðið frábært og nauðsynlegt fyrir alla einstaklinga sem eru í námi.”
Júlía Magnúsdóttir, 16 ára menntaskólanemi.
“Námskeiðið fór fram úr mínum björtustu vonum. Mjög gott. Mæli eindregið með því.”
Auróra G. Friðriksdóttir, Lesari á Fjölmiðlavaktinni.
“Ég hafði mjög gott af þessu námskeiði. Las frekar hægt áður en hef aukið hraðann töluvert. Ég hélt að það væri mikið flóknara að auka hraða sinn. Nú er ég hætt að hlusta á sjálfa mig lesa upphátt (í hljóði).”
Sigrún Finnsdóttir, 41 árs Fjölmiðlavöktun.
“Satt best að segja hélt ég að þetta myndi aldrei virka, en það gerði það svo sannarlega. Árangur minn var mun meiri en ég vonaðist eftir. Hvet alla til að fara á slíkt námskeið.”
Alma Rut Þorleifsdóttir, 18 ára nemi.
“Ég vissi fyrir námskeiðið að ég yrði að auka lestrarhraðann fyrir námið. Námskeiðið var mjög skipulagt og markvisst og árangurinn eftir því.”
Steingrímur, 21 árs laganemi.
“Væntingarnar voru gríðarlega miklar, (tímasparnaður framtíðarinnar átti að vera geysilegur) og námskeiðið stóðst væntingarnar!”
Ásdís Pálsdóttir, 25 ára fulltrúi.
“Námskeiðið opnaði augu mín fyrir nýrri lestrartækni og vekur áhuga á hvers konar þekkingarleit.”
Gunnar Örn Petersen, 26 ára laganemi.
“Þetta námskeið er gott veganesti í framtíðina. Til þess að ná sem bestum árangri verður maður að æfa sig. Ég sá eftir að hafa ekki nýtt tímann betur til æfinga.”
Pétur Sólmar, 19 ára nemi.
“Hraðlestrarnámskeiðið hefur auðveldað mér gífurlega allt nám þar sem ég bæði skil efnið betur og kemst hraðar yfir það.”
Daníel Eldjárn Vilhjálmsson, 16 ára menntaskólanemi.
“Þetta námskeið ásamt námstækninámskeiðinu á eftir að bjarga skólaferli mínum. Núna horfi ég á námið framundan með bjartsýni og sjálfsöryggi í stað kvíða og neikvæðni.”
Kári S. Friðriksson, 20 ára nemi.
“Ég fór á þetta námskeið með litlar væntingar en von um að lesa örlítið hraðar. Mér tókst að sjöfalda hraðann minn, skilja efnið betur og er ekki í vandræðum eins og áður með skilning á námsefni. Þetta námskeið jók við jákvæðni og sjálfstraust og gefur mér meiri möguleika á frekara námi í framtíðinni.”
Ásta Björg Björgvinsdóttir, 20 ára laganemi.
“Ég var ekki alltof áhugasöm en eftir fyrsta tímann þá leit ég allt öðrum augum á lestur. Ég hef alltaf verið mjög hæglæs og ekki vitað hvað ég ætti að gera til að bæta mig. Þetta hjálpaði mér mjög. Mér finnst að þetta ætti að vera sett inn í alla skóla.”
Ágústa Bergsveinsdóttir, 18 ára nemi.
“Námskeiðið stóðst væntingar. Er vel skipulagt. Kallar á heimanám ef árangur á að nást. Hjálpar til að ná tökum á hraðri yfirferð til að finna aðalatriði.”
Tryggvi Jónsson, 51 árs Verkfræðingur.
“Ég var að leita að svona hraðlestrarnámskeiði í byrjun annar og sá auglýsingu frá þeim. Ég grennslaðist fyrir um skólann og komst að því að þetta væri besta námskeið sem völ var á. Námskeiðið stóðst algerlega væntingar því ég hef fimmfaldað lestrarhraðann minn. Þetta mun koma til með að nýtast mér í framtíðinni.”
Leifur Ýmir Eyjólfsson 19 ára nemi.
“Ég hélt að lestur væri leiðinlegur. Hraðlestrarskólinn sýndi mér að lestur er ekki bara auðveldur, heldur líka skemmtilegur. Námskeiðið hefur hjálpað mér gífurlega með námið og mun auðvelda alla skólagöngu í framtíðinni.”
Kristján Geirsson, 20 ára nemi/Vaktstjóri.
“Hef hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á tímasparnað og á hraðlestrarnámskeiði Hraðlestrarskólans. Hef færst stóru skrefi nær því að fylgja hraða nútímans.”
Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur.
“Frábært námskeið sem mun nýtast mér mjög vel í námi og starfi í náinni framtíð. Ég náði að margfalda lestrarhraða minn svo um munar. Námskeið sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.”
Hera Birgisdóttir, 20 ára nemi..
“Mjög gott námskeið sem er nauðsyn í nútímaþjóðfélagi. Hreinn tímaþjófur að láta það fram hjá sér fara.”
Rut Skúladóttir, 20 ára nemi.
“Gott og þægilegt námskeið. Auðvelt að ná árangri. Auðveldar manni lestur til framtíðar.”
Ásta Sirrí Jónasdóttir, 16 ára nemi.
“Fyrir námskeiðið hafði ég enga trú á að þetta væri hægt og játa að ég efaðist mjög í fyrsta tímanum. En eftir á sér maður greinilega breytingu. Ég hlakka til þess að læra betur að nota þessar aðferðir í framtíðinni, læra að skipuleggja mig betur. Tvö orð fyrir þá sem vilja ná árangri: Æfa sig!!! Takk fyrir frábæra innsýn í námið enn á ný.”
Hildur Jörundsdóttir, 18 ára nemi.
“Gott heildstætt námskeið sem allir græða á, því fyrr því betra.”
Magnús Ingi, 22 ára nemi.
“Vildi ná tvöföldun á lestrarhraða en margfaldaði það. Topp námskeið.”
Þorvaldur Kristinsson, 32 ára prentari.
“Mjög ánægður með kennsluna. Ég lagði sjálfur ekki mikið á mig, valdi slæman tíma skólans vegna. Samt tvöfaldaði ég lestrarhraðann minn.”
Ottó Ingi Þórisson, 20 ára nemi.
“Námskeiðið er mjög gagnlegt þeim sem vilja komast yfir stærri hluta af þeim upplýsingum sem í boði eru. Hvort sem það er í leik eða starfi.”
Jón Ævar Pálmason, 29 ára Verkfræðingur.
“Hraðlestrarnámskeiðið hefur veitt mér þá hæfni að vera betur undir búin í að takast á við bæði námsefni og almennan lestur, margfalt meira en ég hafði nokkurn tíma átt von á. Mig langar alltaf að vera að lesa og læra eitthvað nýtt. Núna held ég að ég sé á góðri leið með að ná inntökuprófinu í læknadeild í vor. Takk fyrir mig.”
Bergþóra Þorgeirsdóttir, 18 ára næstum því stúdent.
“Námskeiðið bar góðan árangur. Var reyndar ekki nógu duglegur við heimanámið. Kosturinn er sá að úr því get ég bætt síðar, bæði sjálfur eða sest inn á nýtt námskeið FRÍTT.”
Birkir, 23 ára nemi.
“Mér fannst þetta virkilega gott námskeið og það veitir mikið öryggi að vita af æviábyrgðinni. Ég hefði gjarnan viljað æfa meira heima því það skiptir greinilega máli upp á árangurinn en ég bætti leshraðann gífurlega mikið og er með góðan lesskilning svo ég er virkilega ánægð. Takk kærlega fyrir mig!”
Petra Landmark 16 ára nemi í MR.
“Þegar ég byrjaði í háskólanum fékk ég þvílíkt sjokk! Ég hugsaði bara "Vá, hvernig í ósköpunum er hægt að komast yfir það að lesa þetta allt?" Ég fór að hugsa um það hvernig ég gæti bætt leshraðann og þá benti vinkona mín mér á námskeið hjá Hraðlestrarskólanum. Núna er mér fyrst að takast að sjá fram á að klára lesefni vikunnar sem ég taldi áður ómögulegt. Núna er ekkert annað að gera en að bæta sig enn meir!”
Elva Dögg, 20 ára Hjúkrunarnemi.
“Ég sá viðtal í blaði við mann sem komst í læknadeild og þakkaði það Hraðlestrarskólanum. Þar sem ég stefni á þá braut, kynnti ég mér efnið bjartsýnn og skráði mig. Þetta námskeið var vonum framar og ætti að vera skylda fyrir alla! Námskeiðið eykur lestrarhæfni á öllum sviðum, jafnt námsbókum og sögubókum. Ég mæli með þessu fyrir alla.”
Haraldur Haraldsson, 18 ára nemi.
“Námskeiðið kom mér virkilega á óvart. Nú get ég ekki hætt að velta fyrir mér hversu ótrúlegur árangurinn hefði verið ef ég hefði ávallt æft mig heima eins og mælt var með. mæli hiklaust með námskeiðinu, hverrar krónu virði.”
Tómas Pálsson, 18 ára nemi.
“Frábært námskeið. Mjög faglegt og tíminn vel nýttur. Ég hlakkaði alltaf til að koma og að gera heimaæfingarnar. Ég náði árangri sem ég er sátt við og kom mér á óvart. Vildi að ég hefði lært meira heima. Takk fyrir mig og sjáumst seinna.”
Halldóra Guðmars, 29 ára starfsmaður á fjármálamarkaði.
“Námskeiðið kom mér verulega á óvart, ég hef margfaldað lestrarhraða og þegar ég les í dag trúi ég varla að ég skilji textann þó ég lesi á margföldum fyrri hraða.”
Helga Björg Þórólfsdóttir, 16 ára nemi.
“Mér fannst erfiðast að læra heima, en þó ég hafi ekki verið eins duglegur og um var beðið náði ég að fjórfalda lestrarhraða minn. Það segir allt sem segja þarf!”
Bjarni Björnsson, 17 ára nemi við Menntaskólann Hraðbraut.
“Hraðlestrarnámskeiðið bar tvímælalaust þann árangur sem ég hafði vænst til þess og meira en það. Námskeiðið á eftir og hefur nú þegar nýst mér í náminu, en það krefst mikils lesturs.”
Margrét Magnúsdóttir, 21 árs laganemi..
“Skemmtilegt og spennandi námskeið sem á eftir að veita mér forskot í námi og einkalífi. Mæli með þessu fyrir alla.”
Kristinn Sigurðsson, 16 ára nemi í Versló.
“Ég kom á námskeiðið til þess að tvöfalda lestrarhraða minn og ég gerði það þótt ég hafi verið alltof léleg í að æfa mig heima. Það sýnir bara hvað þessi tækni er stórmerkileg!! Takk fyrir mig.”
Svava Guðmundsdóttir, 20 ára nemi í HÍ.
“Ég sótti hraðlestrarnámskeiðið eftir að hafa séð auglýsingu í skólanum mínum. Ég bjóst við einhverjum árangri en hann hefur verið langt umfram mínar björtustu vonir. Ég finn strax mun við heimanámið og þá sérstaklega við próflestur. Ég er ekki aðeins ánægð með aukinn lestrarhraða heldur er ég farin að ná texta betur við fyrsta lestur og grípa efnið mun betur. Takk kærlega fyrir mig.”
Ásgerður Snævarr, 17 ára nemi.
“Frábært námskeið sem allir ættu að skella sér á.”
Bergþóra Ágústsdóttir, 21 árs nemi.
“Gott námskeið, bar þann árangur sem ég leitaði eftir, hef aukið lestrarhraða minn fjórfalt, sem er mun meira en ég bjóst við.”
Jakob B. Jakobsson, 24 árs nemi.
“Þetta námskeið hjálpaði mest við að bæta einbeitinguna og að festast ekki í einstaka atriðum í lestrinum heldur halda alltaf áfram. Þannig hef ég komist yfir mun meira námsefni á skemmri tíma. Maður þarf samt að vera samviskusamur því þetta er ekki töfralausn.”
Ólína Viðarsdóttir, 23 ára nemi í sálfræði við HÍ.
“Var frekar efins í byrjun en núna er ég alveg undrandi að ég gæti þetta. Þó ég sé 17 ára og ætti varla að láta sjá mig á þessu, þá finnst mér þetta röff og hef montað mig mikið af þessu í vinahópnum!”
Bjarki Jónsson., 17 ára nemi í FSU.
“Var ekki mjög fyrir því að byrja á þessu námskeiði en það hjálpaði mér mjög mikið. Ég bætti mig mjög mikið í hraðlestri. Góður kennari, góð aðstaða og vel skipulagðir tímar.”
Hafrún, 16 ára nemi.
“Þekkti ekki til skólans, en fann hann á netinu. Fannst fyrst örlítið ruglingslegt á heimasíðunni, en eftir samtal við skólann, leist mér vel á. Ég hef fengið það sem ég þurfti til að bæta lestrarhraða minn og er enn ákveðnari en áður að komast yfir meira efni á skemmri tíma.”
Unnur, 40 ára Viðskiptafræðingur.
“Ég hef alltaf haft áhuga á hraðlestrarnámskeiði. Núna lét ég verða af því að drífa mig og sé eftir því að hafa ekki gert það fyrr. Í þessu er fólginn mikill tímasparnaður.”
Ester Ýr Jónsdóttir, 25 ára nemi + kennari.
“Enginn ætti að láta þetta framhjá sér fara. Á skipulegan og skjótvirkan hátt er hægt að margfalda lestrarhraða án þess að það bitni á skilning. Samfara lestri er námstækni sem nýtir aukin afköst lesturs og tryggir að það sem lesið er gleymist ekki.”
Þorvaldur H., 24 ára lögfræðinemi.
“Vissi í raun ekki út í hvað ég var að fara. Kom skemmtilega á óvart. Mjög vel skipulögð og góð kennsla. Frábær kennari og gott námsefni!”
Aldís Einarsdóttir, 39 ára Háskólanemi.
“Ég er mjög lesblindur og hef aldrei náð árangri í námi. Ég hef margfaldað lestrarhraða og skilning. Þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig á sviði náms.”
Ásmundur, 43 ára tölvutæknir og fyrrv. sjómaður.
“Fór á námskeiðið með opnum hug en samt trúði ég ekki að ég gæti þrefaldað til fjórfaldað lestrarhraða minn, sem varð síðan raunin. Kennarinn vakti mikinn áhuga á hraðlestri hjá mér strax í fyrsta tíma og hafði ég óbilandi trú á eigin getu til að geta bætt hraða minn eftir tímann.”
Egill Örn, 17 ára nemi í MR.
“Fyrir námskeiðið hefði ég aldrei trúað að ég gæti bætt lestrarhraða minn svona mikið. Ég er mjög ánægð og er það að hjálpa mér mikið í dag í mínu háskólanámi.”
Jóhanna Berta Bernburg, 20 ára Háskólanemi.
“Fyrir námskeiðið vildi ég aðeins bæta lestrarhraðann. En það sem kom mér mest á óvart var aðekki eingöngu les ég hraðar, heldur allt öðruvísi. Ég les með betri skilningi og kann mun betur að vinna úr efninu eftir lestur sem hefur í för með sér margfalt meiri skilning.”
Inger, 24 ára Sjúkraliði og nemi.
“Þetta er frábært námskeið og engin spurning að ég mun hvetja mín börn til að læra hraðlestur. Las viðtal við læknanema sem sagði að þetta hefði skipt sköpum fyrir sig varðandi undirbúning fyrir inntökuprófið, svo ég sló til og fór sjálfur.”
Valur Bjarnason, 45 ára nemi.
“Árangur, framför, skemmtun og lífsins veganesti.”
Kristján Valdimarsson, 21 árs nemi.
“Þegar mamma mín sagði mér frá þessu hafði ég enga trú á þessu, en núna mæli ég þokkalega með þessu því að lestrarhraðinn minn jókst mjög mikið!”
Grétar, 15 ára nemi.
“Ástæðan fyrir því hvers vegna ég tók námskeiðið var fyrst og fremst forvitni og þegar ég mætti í fyrsta tímann vissi ég ekki á hverju ég ætti von. Ég hafði litla trú á að einhver gæti lesið margfalt hraðar með góðum skilningi eftir aðeins nokkra tíma, en eftir nokkrar einfaldar lestraræfingar í fyrsta tíma sá ég strax mun og ég náði að þrefalda lestrarhraða minn á námskeiðinu, þrátt fyrir að ég þurfti að sinna skólanum með námsefni Hraðlestrarskólans.”
Sveinn Þórhallsson, 18 ára nemi.
“Mín reynsla af námskeiðinu var mjög góð og þetta var mun skemmtilegra en ég hefði trúað. Ef maður leggur sig fram og gefur sér tíma í að æfa sig þá er alveg öruggt að maður nái góðum árangri.”
Alida Ósk, 17 ára nemi.
“Frábært! Ég hafði engar vonir þegar ég kom, var frekar vantrúuð á þetta, en hraðlesturinn kom ótrúlega fljótt með æfingunni. Er mjög ánægð, get farið mun hraðar yfir efni, get skipulagt mig betur og kann að rifja betur upp. Takk fyrir mig.”
Lilja Rut Traustadóttir 19 ára nemi.
“Fínt námskeið sem hefur hjálpað mér mikið við að komast yfir heimanámið á mun skemmri tíma. Aukinn hraði hjálpar manni að hafa hugann við efnið.”
Hrafnhildur Sigurðardóttir, 19 ára nemi í MA.
“Ég hef náð miklu meiri árangri en ég átti von á. Áður fyrr var einbeitingin ekki til staðar en með auknum hraða hefur hún látið sjá sig. Þetta er besta námskeið sem hver og einn einstaklingur getur fundið. Amen.”
Baldur, 17 ára nemi.
“Ég var ekkert spennt fyrir að fara á þetta námskeið fyrst en mamma mín hvatti mig til þess. Ég ákvað að fara og athuga þetta námskeið og sé ekki eftir því núna. Ég fer mun hraðar yfir námsefnið í skólanum og hef þrefaldað hraðann minn. Ég vil þakka Hraðlestrarskólanum kærlega fyrir.”
Anna G. Aradóttir 16 ára nemi.
“Ég lærði margt á þessu námskeiði. Margar ranghugmyndir um lestur voru leiðréttar,lestrarhraðinn margfaldaðist og ég veit að þetta námskeið á eftir að gagnast mér mjög vel.”
Úlla Árdal, 18 ára nemi.
“Námið er mjög markvisst og ýtir skemmtilega við gömlu heilasellunum.”
Sigurður Jónsson 59 ára afgreiðslumaður
“Mjög fróðlegt og upplýsandi, vel skipulögð kennsla.”
Gyða Björg, 16 ára nemi.
“Þetta námskeið hjálpaði mér að rúmlega fjórfalda leshraða minn. Þetta var framar öllum vonum. Ég vissi ekki að ég gæti lesið hratt.”
Kristján Ó. Davíðsson 18 ára nemi í VÍ.
“Námskeiðið bar tvímælalaust þann árangur sem ég vonaðist eftir og gott betur en það. Þjónusta til einstaklingins er frábær og skipulagið til fyrirmyndar. Ekki skemmdi það fyrir að fá alltaf súkkulaði. Námskeiðið margborgaði sig.”
Esther Ösp Valdimarsdóttir, 19 ára nemi.
“Þetta var frábært, græddi mikið á þessu. Vissi ekki einu sinni að þetta væri hægt.”
Aðalsteinn., 15 ára nemi.
“Mjög fínt námskeið, skilaði miklum árangri. Mæli með þessu námskeiði.”
Margrét Nana Guðmundsdóttir, 16 ára nemi.
“Fyrir þetta námskeið hafði ég væntingar um að bæta lestrarhraða minn og skilning, nú þegar því er lokið hef ég aukið leshraða minn og skilning umtalsvert en fyrir mestu er að ég hef öðlast skilning á því hvernig ég get bætt mig sjálfur enn meir.”
Vilmar F. Sævarsson, 24 ára nemi í Viðskiptalögfræði.
“Vel skipulagt og greinilega mikil reynsla í námskeiðahaldi. Árangur minn mætti vera betri, hinsvegar mikil hvatning um að halda áfram, er viss um að ég bæti mig áfram!”
Lilja Jónasdóttir, 54 ára hjúkrunarfræðingur.
“Fyrir námskeið þá hélt ég að þetta myndi bera sáralítinn árangur en svo var ekki. Þetta bar margfalt betri árangur en ég bjóst við og þetta hefur verið frábært námskeið.”
Ómar Kári E., 14 ára nemi.
“Ég var virkilega spennt fyrir námskeiðinu, fannst lýsingin á því mjög góð á heimasíðunni. Var að byrja í námi og fannst þetta því spennandi kostur. Námskeiðið var frábært, margt nýtt kom fram sem ég vissi ekki áður. Ég hef margfaldað lestrarhraða minn og les allt öðruvísi en ég gerði áður, mun einbeittari og virkari. Einfaldar aðferðir sem eru kynntar en virka ótrúlega vel. ...”
Monika Freysteinsdóttir, 22 ára Háskólanemi.
“Að vissu leyti er þetta eins og að fara í kynnisferð, vel skipulagða, þar sem fararstjórinn heldur vel áætlun. Árangur okkar er háður því hvort við fylgjumst með og tökum þátt. Upprifjunarnámskeið er frábær punktur.”
Skúli Guðbjartsson, 49 ára Verktaki.
“Ég var mjög spenntur að fara á námskeiðið, þar sem mér langaði að geta lesið meira á styttri tíma. Námskeiðið stóð undir væntingum og vel það. Ég mæli með að allir fari á þetta námskeið þar sem þetta mun spara mikinn tíma í framtíðinni. Glósutæknin er einnig mjög góð og sparar tíma.”
Ívar Daði Þorvaldsson, 15 ára nemi.
“Ég er mjög ánægður með námskeiðið, þetta hefur hjálpað mér í námi. Hvet alla til að fara í þetta námskeið.”
Steinar Þorsteinsson, 15 ára nemi.
“Árangur minn á námskeiðinu gekk langt fram úr vonum mínum. Það gaf mér það gott sjálfstraust í lestrarhæfni minni að ég ákvað að hefja nám á ný og mennta mig.”
Benedikt Bjarnason, 27 ára Nuddari.
“Ég hafði góða tilfinningu, bæði fyrir og eftir námskeiðið. Það bar þann árangur sem ég leitaði eftir og rúmlega það. Svo er það mjög hvetjandi að það er lofað endurgreiðslu ef ekki verður að minnsta kosti tvöföldun á lestrarhraða.”
Björg Eyþórsdóttir, 22 ára Háskólanemi.
“Ég hafði farið á svona námskeið í skólanum og fannst það leiðinlegt og nennti varla að fara hingað en síðan var þetta bara gaman. Hlakkaði til að fara í tímana. Kennarinn stóð sig mjög vel og var skemmtilegur og náði vel til nemenda.”
Jóhann R.G., 16 ára nemi.
“Námskeiðið er gott. Ég veit núna hvernig ég á að fara að til að auka lestrarhraðann enn meir og hvernig á að vinna.”
Ester Ólafsdóttir, Tónlistarkennari og organisti.
“Það var bæði gaman og lærdómsríkt að fara á þetta námskeið og ég jók lestrarhraðann talsvert mikið og nú kann ég fleiri aðferðir til að lesa og ég mæli með þessu :-)”
Elísa Elíasdóttir, 12 ára.
“Fyrst nennti ég þessu ekki en svo var þetta bara þrælskemmtilegt. Allt var vel gert varðandi kennara og námsefni.”
Örn Ólafsson, 16 ára nemi.
“Fyrir námskeiðið hugsaði ég að þetta væri hlutur sem gæti nýst mér í námi. Var samt dálítið efins um að ég gæti lært að “lesa” betur. Eftir námskeiðið finnst mér ég hafa grætt á því að fara. Þetta eykur einbeitingu hjá mér, þá sérstaklega eftir æfingar og skipulagið á lestri batnaði.”
Guðný Ösp Ragnarsdóttir, 22 ára Háskólanemi.
“Mér fannst þetta námskeið skila mér alveg gríðarlega miklu. Ekki einungis tókst mér að nær þrefalda lestrarhraða minn heldur vakti þetta aftur löngun mína til að fara að lesa góðar bækur. Einnig get ég ekki beðið eftir að koma höndum yfir skólabækurnar og prufa að nýta mér alla þá náms- og lestrartækni sem ég lærði hér.”
Daníel Tryggvi, 25 ára Háskólanemi.
"Ég kom hér inn með ákveðnar væntingar um námskeiðið og voru þær væntingar uppfylltar og rúmlega það. Þetta er eitthvað sem allir ættu að tileinka sér því lestur ýmiskonar upplýsinga er orðið mjög mikilvægt í dag. Kennarinn er þægilegur og þótt ég hafi bara verið að læra að "lesa", var þetta mjög skemmtilegt.
Birgir Ó. Sigmundsson, 25 ára Háskólanemi.
"Námskeiðið opnaði mér nýja möguleika í námi sem ég hefði ekki átt kost á að nýta mér ella. Mér finnst verst að enginn benti mér að fara á námskeið fyrr. Afköst mín hafa margfaldast".
Helgi Magnússon, lesblindur nemandi í HÍ.
"Eftir því sem ég hækka í stöðu í fyrirtækinu þar sem ég vinn, þeim mun umfangsmeiri verða viðfangsefni mín við lestur. Þátttaka á hraðlestrarnámskeiði gjörbreytti möguleikum mínum til að takast á við ný verkefni".
Sigurður Sveinsson, viðskiptafræðingur.
"Námskeiðið býður mér forskot í harðnandi samfélagi þar sem kröfurnar eru sífellt að aukast!"
"Ég hef setið allnokkur námskeið í gegnum tíðina - aðeins tvö þeirra hafa gefið mér virkilegt forskot, Hraðlestrarnámskeiðið og Dale Carnegie."
"Vel skipulagt og hnitmiðað námskeið sem er öllum búbót fyrir heilabúið. Það kom mér á óvart hvað ég gat bætt mig milli tíma án þess að lesa alveg á hverjum degi samkvæmt planinu, held samt að það hafi einnig latt mig smá við heimavinnuna þó að ég geri mér grein fyrir því að ef ég hefði æft mig enn meir þá væri ég að lesa enn hraðar!!"
"Mjög gott og sniðugt námskeið, sé ekki eftir að hafa fjárfest í því gæti trúað að ég kíki við aftur, hafði oft ekki nægan tíma í heimanámið sökum anna í námi."
"Ég þarf að lesa mikið af vísindagreinum og öðru efni í mínu starfi. Hraðlestrarnámskeiðið hefur hjálpað mér mikið með tímanýtingu og skilning á því sem ég les."
"Þetta námskeið hefur veitt mér nýja sýn á lestur og tæknin mun auðvelda mér í námi og starfi í framtíðinni. Í raun vildi ég bara að ég hefði uppgötvað það fyrr því þessi tækni á án efa eftir að hjálpa mér að tileinka mér nýja hluti, viða að mér upplýsingum og skara fram úr á mínu sviði. Námskeiðið fór fram úr mínum væntingum!! Takk! :-)"
"Átti erfitt með að trúa því að ég gæti aukið lestrarhraða minn fyrir námskeiðið. Hreint út sagt frábært námskeið. stóðst allar mínar væntingar. Frábær kennari sem auðvelt er að ná sambandi við. Markvisst og mjög skemmtilegt námskeið hefur orðið til þess að ég er farinn að lesa mun meira en áður."
"Hraðlestrarskólinn er dæmi um námskeið sem skilar árangri. Ef þú ert með opin huga og trúir því að þú getir fjórfaldað hraða þinn í lestri á 3-6 vikum, þá hentar þetta þér."
"Ég vissi ekki alveg út í hvað ég var að fara, þekki engan sem hefur tekið námskeiðið, las aðeins umsagnir á netinu á heimasíðu skólans. Vinir mínir voru bæði jákvæðir og neikvæðir í garð þess að ég væri að fara á námskeiðið. Ég sé ekki eftir að hafa skráð mig, tækni mín hefur breyst og ég les margfalt hraðar. Nú næ ég að lesa allt skólaefni jafnt og þétt því ég skipulegg mig betur núna og les hraðar."
"Þetta námskeið er alveg ótrúlega gagnlegt og kom mér mjög á óvart. Það ýtir til hliðar þeim ranghugmyndum sem maður er haldinn um lesturinn. Námskeiðið hefði veitt mér meiri árangur hefði ég getað mætt betur og jafnvel lært betur heima. Hittist illa á varðandi veikindi og utanlandsferð. En get notað upplýsingarnar sem ég fékk og æft mig heima eða komið áFRÍTT upprifjunarnámskeið. Frábært námskeið."
"Áður en ég fór á námskeiðið bjóst ég ekki við svona skjótum árangri. Að sex viknum liðnum hafði ég nær fjórfaldað lestrarhraða minn sem er mun meira en ég hélt að ég næði einhvern tímann. Sú tækni sem ég lærði hér mun nýtast mér vel á komandi árum bæði í vinnu og í námi. Takk fyrir."
"Ég er afskaplega ánægð með námskeiðið. Árangur fram úr væntingum og er staðráðin í að nýta mér það sem ég hef lært. Vildi að ég hefði verið löngu búin að fara á þetta námskeið. Á eftir að nýtast mér bæði í námi og starfi."
"Ég fór í Hraðlestrarskólann til að auka hraða í lestri. Það kom mér verulega á óvart að mér tækist að þrefalda til fjórfalda hraðann með góðum skilningi og ég finn verulegan mun á hve betur mér gengur að fara yfir efnið. Ég mun örugglega nýta mér að koma í upprifjun hjá skólanum."
"Námskeiðið var vel þess virði að fara á, það bæði eykur hraða og skilning sem er nákvæmlega það sem ég var að vonast eftir."
"Fyrir námskeiðið var ég mjög spenntur fyrir að prófa þetta og var bjartsýnn á þetta og bjóst við miklu. Eftir námskeiðið var þetta enn betra en ég hafði búist við. Bar gífurlegan árangur!"
"Er í krefjandi námi - þarf að geta komist yfir mjög mikið námsefni. Hef alltaf unnið (og lesið) frekar hægt og leitaði eftir e-u sem gæti hjálpað mér að bæta árangur minn. Mjög fegin að ég fann þetta námskeið. Hefur þegar hjálpað mér mikið."
"Mjög ánægð með Hraðlestrarskólann, ég náði að lesa meira efni á styttri tíma og einbeitingin var meiri. Fyrir námskeið þá var ég að lesa sömu línuna eða bls. aftur og aftur, náði ekki almennilega að einbeita mér. En í dag hef ég ekki þurft að lesa aftur og aftur sama efnið :-)"
"Hraðlestrarskólinn er besti skólinn sem ég hef verið í. Árangur minn var miklu meiri en ég bjóst við."
"Vildi kynnast tækninni og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum." "Uppfyllti kröfur mínar, vel samið námsefni, þægilegt andrúmsloft og góð hvatning."
"Stóðst allar mínar væntingar og stuðlaði að skipulegri lífsvenju. Hjálpar mikið í námi."
"Mjög árangursríkt námskeið, stóðst fyllilega kröfur mínar. Hvetjandi námskeið fyrir alla sem vilja bæta lestrarhraða sinn."
"Fyrir námskeið hélt ég að ég læsi ekkert hægt, en langaði að prófa. Komst að því að ég les ekki mjög hratt. Eftir námskeið hef ég næstum þrefaldað lestrarhraða og eftir því sem ég les hraðar jókst lestrarskilningur minn. Les miklu hraðar og skilningur er miklu betri."
"Námskeiðið var mjög gott. Lærði mikið og kenndi mér margt við lestur og að glósa. Það uppfyllti allar mínar væntingar."
"Fyrir var ég óöruggari í öllum lestri og las ekki rosalega hratt en þetta hefur hjálpað mér í öllu lesefni, námsefni, bókum og tímaritum. Á tvímælalaust eftir að hjálpa mér mikið í framtíðinni og þá sérstaklega í prófunum í skólanum."
"Þegar ég byrjaði átti ég mjög erfitt með að lesa og vildi helst ekki lesa út af því að ég var alltaf svo lengi að lesa og átti erfitt með það. Námskeiðið bar þann árangur sem ég vildi fá. Ég náði að bæta mig alveg helling og er farinn að lesa miklu meira en ég gerði og skil allt betur."
"Tilfinning: Æfingin skapar meistarann, skemmtilegt, allir ná árangri, óhefðbundið námskeið í tímastjórnun --- Vildi að ég hefði farið þegar ég var í Háskóla"
"Námskeiðið var gott, mun betra en ég átti von á. Ég jók lestrarhraða minn meira en ég átti von á. Ég hefði þó viljað auka skilning minn meira. Mjög sáttur í heildina."
"Hraðlestrarskólinn hefur hjálpað mér mjög mikið. Ég byrjaði með rosalega lítinn hraða og endaði með hraða sem ég er mjög ánægð með og stolt af."
"Þóttist vera góður í lestri en fékk nýjan skilning á því hvað er að vera góður í lestri á námskeiðinu. Námskeiðið fór framúr mínum björtustu vonum"
"Ég efaðist um að ég næði jafn góðum árangri og ég hef náð. Annað kom svo á daginn. Mér finnst meira freistandi að lesa bækur mér til yndisauka eftir námskeiðið."
Undanfarin ár hefur Hraðlestrarskólinn verið að gefa nemendum sínum aðgang að nokkrum þekktum íslenskum ritverkum á rafrænu formi og hér má sjá hluta af bókunum sem eru í boði. Eru þær hugsanlega á leslista í þínum skóla? >> Smelltu bara á þá bók sem þú vilt sækja - FRÍTT fyrir þig!
50% Lokið
Viltu fá pósta* þar sem ég útskýri hvaða FJÓRAR lestrarvenjur kunnáttusamir afbragðs lesendur hafa tileinkað sér til að lesa mikið af bókum - og njóta þeirra betur?