4 áhrifamiklar lestrarvenjur hjá afburða lesendum!

Hvaða lestrarvenjur hafa kunnáttusamir afbragðs lesendur tileinkað sér til að lesa mikið af bókum - og njóta þeirra betur? Hvaða lestrarvenjur átt þú að tileinka þér til að feta í þeirra spor?

Smelltu hér til að fá svarið!

Persónuverndarstefna - meðhöndlun persónuupplýsinga

Þessi persónuverndarstefna tekur gildi 17. Nóvember 2018.

I. Almennt

Persónuvernd þín skiptir Hraðlestrarskólann miklu máli. Hraðlestrarskólinn hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan skólans. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu Hraðlestrarskólans.

II. Persónuverndarlöggjöf

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma. Lögin taka m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

III. Ábyrgð

Hraðlestrarskólinn ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni í samræmi við gildandi lög á hverjum tíma. Hægt er að hafa samband við skrifstofu skólans með því að senda skriflega fyrirspurn á jovvi[hjá]hradlestrarskolinn.is.

IV. Söfnun og notkun persónuupplýsinga

Vefsvæði Hraðlestrarskólans Vefsíða Hraðlestrarskólans notar vafrakökur (e. cookies) eða fótspor til að bæta upplifun notenda. Með því að nota þessa síðu samþykkir þú notkun á vafrakökum. Vafrakökur eða fótspor eru litlar textaskrár sem er ætlað að tryggja sem besta upplifun af síðunni fyrir notendur. Almennt eru vafrakökur notaðar til að viðhalda notendastillingum og auðkenna innskráða notendur. Vafrakökur eru oft nauðsynlegar fyrir ýmsa virkni og til að koma í veg fyrir árásir tölvuþrjóta. Auðvelt er að loka á vafrakökur eða eyða þeim en slíkt getur hamlað virkni síðunnar.

Hraðlestrarskólinn notar Google Analytics til vefmælinga og viðhalds m.t.t. gæða og aðgengis á vef sínum. Hraðlestrarskólinn nýtir upplýsingarnar til að skoða hversu mikið vefsíður skólans eru notaðar og hvaða efni notendur eru áhugasamir um og aðlagar þannig vefsíður skólans betur að þörfum notenda. Google Analytics fær ópersónugreinanleg gögn frá Hraðlestrarskólanum og Hraðlestrarskólinn deilir ekki persónugreinanlegum gögnum notenda af vefnum til þriðja aðila. Sjá frekari upplýsingar um skilmála fótspora hér.

Póstlisti Hraðlestrarskólans

Persónuupplýsingar þínar eru notaðar af Hraðlestrarskólanum þegar sent er út fréttabréf skólans og þegar sendur er út tölvupóstur til þín með efni sem kann að vekja hjá þér áhuga, t.d. frítt kennsluefni, bæklingar, upplýsingar um ný námskeið, skráning og upplýsingar um námskeið. Ef þú kærir þig ekki um slíkar póstsendingar, eftir að hafa skráð þig á póstlista Hraðlestrarskólans, getur þú alltaf smellt á ‚unsubscribe‘ neðst í póstum frá skólanum eða senda tilkynningu þess eðlis á póstfangið jovvi[hjá]hradlestrarskolinn.is.

V. Miðlun

Rík áhersla er lögð á að varsla persónuupplýsinga sé ávallt með ábyrgum hætti. Persónuupplýsingar verða ekki aðgengilegar öðrum en starfsfólki Hraðlestrarskólans. Allar upplýsingar sem þú afhendir starfsmönnum Hraðlestrarskólans í trúnaði er ekki miðlað til annarra en þeirra starfsmanna Hraðlestrarskólans sem koma að tilteknu verkefni eða málið varðar og eru þeir allir bundnir fullum trúnaði. Við seljum, leigjum eða deilum aldrei persónuupplýsingum um þig. Við miðlum ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila. Þó er athygli þín vakin á því að allt efni sem þú birtir eða deilir á samfélagsmiðlasíðum okkar eru opinberar upplýsingar.

VI. Þriðju aðilar

Þjónusta Hraðlestrarskólans og efni á heimasíðu skólans getur haft að geyma tengla á aðrar síður sem Hraðlestrarskólinn stjórnar ekki. Smellir þú á tengil frá þriðja aðila, verður þér beint á síðu þess þriðja aðila. Hraðlestrarskólinn mælir eindregið með því að þú skoðir persónuverndarstefnu hverrar síðu sem þú heimsækir.

Þessi persónuverndarstefna nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðja aðila en við höfum hvorki stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða annarri vinnslu þeirra á persónuupplýsingum. Við hvetjum þig því eindregið til að kynna þér persónuverndarstefnu þeirra aðila sem þú heimsækir, þ.á.m. vefhýsingaraðilum þeirra síðna sem geta vísað á okkur, t.d. hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Google og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem þú kýst að nota.

Það kann að vera að viðskiptavinir deili upplýsingum með Hraðlestrarskólanum í gegnum samfélagsmiðla svo sem með því að senda fyrirspurn þar í gegn. Hraðlestrarskólinn stuðlar ekki að frekari dreifingu slíkra upplýsinga og eru upplýsingarnar aðeins notaðar í þeim tilgangi að svara fyrirspurn notenda. Hraðlestrarskólinn ber ekki ábyrgð á meðferð samfélagsmiðlaþjónustu á upplýsingum viðskiptavina og hvetur þá til þess að kynna sér persónuverndarstefnu þessara aðila.

VII. Verndun

Hraðlestrarskólinn leggur mikla áherslu á að vernda allar persónuupplýsingar. Hraðlestrarskólinn mun tilkynna þér án ótilhlýðilegrar tafar ef það kemur upp öryggisbrot er varðar persónuupplýsingar þínar og hefur í för með sér mikla áhættu fyrir þig. Með öryggisbroti er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.

Athygli þín er þó vakin á því að þú berð ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, kennitölu og mynd, sem þú kýst að deila eða senda á almennum vettvangi, t.d. í gegnum Facebook síðu Hraðlestrarskólans. Við viljum einnig taka fram að gagnaflutningur á internetinu er aldrei fullkomlega öruggur. Þér er því bent á að láta okkur umsvifalaust vita ef þú telur hættu á að tilteknar upplýsingar sem þú hefur veitt okkur séu í hættu.

VIII. Varðveisla

Hraðlestrarskólinn geymir persónuupplýsingar í þann tíma sem er nauðsynlegur í samræmi við tilgang og markmið vinnslu hverju sinni nema lengri geymslutíma sé krafist eða hann leyfður samkvæmt gildandi lögum. Endurskoðun á geymslu persónuupplýsinga fer fram einu sinni á ári. Ef kemur í ljós við endurskoðun á geymslu persónuupplýsinga að Hraðlestrarskólinn þarf ekki vegna vinnslu eða lagalegrar skyldu að geyma persónuupplýsingar einstaklinga mun skólinn hætta vinnslu og geymslu persónuupplýsinganna frá þeim tíma.

IX. Réttindi þín

Þú átt rétt á og getur óskað eftir tilteknum upplýsingum með því að senda skriflega fyrirspurn á jovvi[hjá]hradlestrarskolinn.is:

a) Að fá að vita hvaða persónuupplýsingar eru skráðar um þig og hvernig þær eru tilkomnar og fá aðgang að persónuupplýsingum,

b) að fá upplýsingar um hvernig persónuupplýsingar um þig séu unnar,

c) að persónuupplýsingar um þig séu uppfærðar og leiðréttar,

d) að persónuupplýsingum um þig sé eytt, ef ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita þær,

e) að andmæla og/eða takmarka hvernig persónuupplýsingar séu unnar,

f) að fá afhentar persónuupplýsingar sem þú hefur látið okkur í té eða að þær séu sendar beint til annars aðila með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra setja,

g) að afturkalla samþykki þitt til vinnslu þegar vinnsla byggist á þeirri heimild með sama hætti og þú gafst það eða með því að senda á okkur skriflega fyrirspurn,

h) að fá upplýsingar um hvort fram fari sjálfvirk ákvarðanataka, þ.m.t. gerð persónusniðs og um þau rök sem þar liggja að baki og einnig þýðingu og fyrirhugaðar afleiðingar slíkrar vinnslu.

Beiðni þín verður tekin til greina og þér afhentar upplýsingarnar, þegar það á við, innan hæfilegs tíma, þó með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra gera, þ.m.t. vegna viðskiptaleyndarmála og hugverkaréttinda.

Athygli er vakin á að innheimt er sérstakt ljósritunargjald ef farið er fram á fleiri en eitt afrit. Þér verður tilkynnt og gefin skýring á ef töf verður á afgreiðslu eða ef ekki er unnt að verða við beiðninni að fullu eigi síðar en mánuði frá móttöku hennar. Þú getur lagt inn kvörtun til Persónuverndar ef við neitum að afhenda þér ákveðnar upplýsingar.

X. Persónuvernd barna

Persónuupplýsingum um börn yngri en 13 ára er eingöngu safnað ef þau hafa setið námskeið hjá Hraðlestrarskólanum til að tryggja rétt þeirra á endurkomu og afsláttum í framtíðinni. Póstur berst þó aldrei á barnið – heldur eru allar skráningar tengdar foreldrum.

XI. Breytingar á persónuverndarstefnu Hraðlestrarskólans

Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Hraðlestrarskólinn mun tilkynna um allar breytingar með því að birta nýja persónuverndarstefnu á heimasíðu skólans. Slíkar breytingar kunna t.d. að vera gerðar til að samræma persónuverndarstefnuna við gildandi lög og reglur er varða persónuvernd hverju sinni. Þér er því ráðlagt að kynna þér persónuverndarstefnuna reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu Hraðlestrarskólans.

Þegar efnislegar breytingar eru gerðar sem kunna að hafa þó nokkur áhrif á réttindi þín munum við tilkynna sérstaklega um þær. Við tökum öllum athugasemdum um persónuverndarstefnuna fagnandi og hvetjum þig til að senda okkur fyrirspurn, til dæmis á netfangið jovvi[hjá]hradlestrarskolinn.is.


Umsagnir nemenda Hraðlestrarskólans

16 ára og yngri

17 ára – 22 ára

23 ára - 30 ára

31 árs - 40 ára

41 árs og eldri

Lesblindir nemendur

Athyglisbrestur/ADD/ADHD

Atvinnulífið

FRÍR PDF bæklingur fyrir þig!

Hér má finna ýmis hjálpleg ráð til að lesa mikið meira - með meiri einbeitingu og lesskilningi - í skáldsögum, námsbókum eða handbókum!

Smelltu á myndina til að sækja bækling!

Smelltu á myndina til að sækja bækling!

Smelltu á myndina til að sækja bækling!

FRÍ-bækur Hraðlestrarskólans

Undanfarin ár hefur Hraðlestrarskólinn verið að gefa nemendum sínum aðgang að nokkrum þekktum íslenskum ritverkum á rafrænu formi og hér má sjá hluta af bókunum sem eru í boði. Eru þær hugsanlega á leslista í þínum skóla? >> Smelltu bara á þá bók sem þú vilt sækja - FRÍTT fyrir þig!

Hve hratt lest þú í dag? - FRÍTT námskeið fyrir þig!

Hér færðu einfaldar leiðbeiningar og skrefin til að mæla og reikna út hve hratt þú lest í dag - með einföldum hætti!

Close

50% Lokið

4 áhrifamiklar lestrarvenjur hjá afburða lesendum!

Viltu fá pósta* þar sem ég útskýri hvaða FJÓRAR lestrarvenjur kunnáttusamir afbragðs lesendur hafa tileinkað sér til að lesa mikið af bókum - og njóta þeirra betur?

Smelltu nafni og netfangi inn í formið  hér að neðan og þú færð póst innan nokkurra mínútna með frekari upplýsingum!
*Engar áhyggjur því þú getur alltaf tekið þig af póstlistanum með því að smella á 'unsubscribe' neðst í póstum frá mér.