- 4 vikna fjarnámskeið með vikulegum æfingaskilum -
Námskeiðið er beint framhald af hraðlestrarnámskeiði en nauðsynlegt er fyrir þátttakanda að hafa setið helgarnámskeið, 3 eða 6 vikna hraðlestrarnámskeið til að hafa not af þessu námskeiði. Námskeiðið er að grunni til byggt á námstækninámskeiði Hraðlestrarskólans en hér er þó farið dýpra á mjög mörgum sviðum en gert er almennt á námstækninámskeiðum. Námskeiðið er kennt í fjarnámi á kennsluvef Hraðlestrarskólans.
...er að gera nemendum almennt kleift að takast á við hvaða námsefni sem er og vinna betur og markvissar úr því efni. Farið er í glósur, tímastjórnun, prófundirbúning, styrkleika í nám eru skoðaðir, ásamt hvernig námsmaður undirbýr sig fyrir kennslustund, próf, verkefnavinnu eða ritgerðarvinnu o.fl.
Nemandi notar sitt eigið námsefni og vinnur það heimanám sem honum hefur verið sett fyrir í skólanum - hann er því að slá tvær flugur - læra fyrir námskeiðið og læra fyrir skólann - um leið og hann festir markvissari námsvenjur í sessi.
Á námskeiðinu lærir þú: