Hve lengi ertu að lesa bókina - reiknaðu það núna!

- Sjáðu lestrarmarkmiðin þín verða að veruleika. Kíktu á einfalt mat á lestrartíma þínum fyrir bókina og hvernig þú getur byggt upp meiri hraða og markvissari lestrarvenjur!
Ekki viss með OÁM? Viltu vita hve hratt þú lest? Smelltu hér fyrir hraðpróf!
Lestrartímareiknivél

Lestrartímareiknivél

350 orð

Leiðbeiningar:

Hvernig á að nota Lestrartíma-reiknivélina

  • Sláðu inn lestrarhraðann þinn (OÁM):
    • Ef þú veist hversu mörg orð á mínútu (OÁM) þú lest, sláðu það inn í reitinn „Lestrarhraði“.
    • Ekki viss um hraðann þinn? Smelltu á hnappinn „Hraðpróf“ hér að ofan til að sjá hve hratt þú lest!
  • Sláðu inn fjölda síðna í bókinni þinni:
    • Athugaðu heildarfjölda síðna í bókinni og sláðu fjöldann inn í reitinn „Fjöldi síðna“.
    • Þetta hjálpar til við að reikna út hversu langan tíma það tekur að lesa alla bókina.
  • Aðlagaðu meðalorðafjölda á blaðsíðu:
    • Notaðu stikuna til að aðlaga og stilla fjölda orða á hverri blaðsíðu. Ef þú ert óviss, hafðu þá stillt á sjálfgefna stillingu (350 orð á síðu).
    • Viltu reikna þetta út til öryggis? - Þú getur tekið heildarfjölda af línum á þremur heilum blaðsíðum og margfaldað með meðallínu bókarinnar. Meðallínan er orð í þremur heilum línum deilt með þremur. Dæmi: Þú ert með 30 orð á einni blaðsíðu, 32 línur á næstu og 31 á næstu blaðsíðu, þú ert því með 93 línur í það heila. Þú deilir 93 með þremur (blaðsíðum sem þú taldir) og færð út 31 - eða 31 lína að meðaltali á blaðsíðu. Þú hafðir reiknað út að meðallína bókarinnar væri 10 orð í hverri meðallínu. Þú margfaldar því 31 x 10 og færð út 310 - og veist því að það eru um það bil 310 orð á hverri blaðsíðu í bókinni þinni.
  • Veldu þann tíma sem þú ætlar þér í daglegan lestur:
    • Veldu úr valstikunni hversu margar mínútur á dag þú getur og ætlar þér að verja í lestur.
    • Ef þú hefur ekki lesið mikið áður en ert að reyna að bæta það, þá mæli ég með að byrja á 15 mínútum á dag og hægt og bítandi að auka þann tíma eftir því sem líður á vikuna, mánuðinn og árið.
    • Ef þér finnst erfitt að meta hve mikinn tíma þú ættir að nýta í daglegan lestur á endanum þá mæli ég með að nýta allavega helminginn af þeim tíma sem þú eyðir daglega í símanotkun, sjónvarpsáhorf og/eða tölvuleikjaspilun. Þú ætlar ekki að hætta að kíkja í símann, horfa á sjónvarp eða spila tölvuleiki, heldur skipta út - helming af þeim tíma fyrir daglegan lestur og byggja þannig upp viðvarandi daglega lestrarvenju til framtíðar. Framtíðar þú munt vera þér ævinlega mjög þakklát/þakklátur fyrir að taka þá ákvörðun!
    • Þessi eiginleiki hjálpar þér að skipuleggja raunhæfa lestraráætlun byggða á tíma þínum.
  • Smelltu á „Reikna lestrartíma“ og reiknivélin mun strax sýna:
    • Heildarlestrartími fyrir bókina (í klukkustundum og mínútum).
    • Ég mæli með því að klára allar bækur á innan við þremur dögum og þú færð því ábendingu hér um hve mikinn tíma á dag þú þarft að setja í lestur til að ljúka bókinni á þremur dögum!
    • Þú færð síðan líka ábendingu um hve lengi það tekur þig að lesa bókina miðað við þann tíma sem þú hefur ætlað í daglegan lestur.
  • Skoðaðu niðurstöður þínar og næstu skref fyrir þig:
    • Sjáðu hversu langan tíma það mun taka að klára bókina og stilltu lestrarhraðann eða daglegan lestrartíma til að ná markmiðum þínum.
    • Kíktu á lestrarráðin frá mér sem fylgja niðurstöðunum til að bæta hraða þinn og klára fleiri bækur á hverju ári og leyfa þér þannig að breyta og uppfæra stöðugt lestrarvenjur þínar!
  • Hvernig getur þessi reiknivél hjálpað þér?
    • Náðu lestrarmarkmiðum þínum: Settu þér raunhæf markmið til að klára bækur sem byggja á lestrarhraða þínum og tímaáætlun.
    • Byggðu upp betri lestrarvenjur: Fáðu innsýn í hvernig þú getur uppfært hraða þinn eða aukið lestrartíma þinn til að auðvelda þér að lesa enn fleiri bækur.
    • Notaðu þessa reiknivél til að hvetja þig áfram: Það er auðvelt að setja sér lestrarmarkmið, en það að geta breytt bókinni fyrir framan þig í einfaldar mælanlegar einingar sem þú getur síðan notað til að hvetja þig áfram og viðhalda daglegum lestri til að ljúka hverri bók hratt og örugglega, mun gera lestur þinn ekki bara ánægjulegri heldur markvissari!

Taktu lesturinn þinn á næsta stig

Það hve hratt þú lest er þó bara hluti af svarinu. Lestrarfærnin þín þarf alhliða uppfærslu í takt við lestrarþarfir þínar í dag. Viltu lesa meira af skáldsögum? Þá þarftu að taka námskeiðið okkar sem horfir í lestur á skáldsögum. Þarftu að lesa mikið af námsefni? Þá þarftu að taka námskeiðin sem tækla það lesefni. Er það lesefnið á vinnustaðnum sem truflar þig helst? Þá þarftu að skoða hvað er í boði fyrir þig.

ÓKEYPIS námskeið – Hve hratt lest þú?
Hér færðu einfaldar leiðbeiningar og skrefin til að mæla og reikna út hve hratt þú lest í dag - með einföldum hætti!
👉 www.h.is/hvehratt 

Hraðlestur fyrir alla! - í skáldsögum.
Er langur listi af bókum enn ólesinn? Langar þig að bæta lestrarfærnina? Hefur þú gaman af hljóðbókum - en átt erfitt með að festa hugann við bækur þegar þú lest þær sjálfur? Þá er þetta námskeiðið fyrir þig!
👉 www.h.is/fyriralla

6 vikna fjarnám! - alhliða námskeið - fyrstu skrefin - FRÍTT!
Hér finnur þú fyrstu skrefin á 6 vikna fjarnáminu - en þar tæklum við allan lestur - hér í fyrstu skrefunum finnur þú allt sem þú þarft til að koma þér af stað!
👉 www.h.is/6v

Faglestur: Markvissari lestur á vinnustað, skýr fókus og betri ákvarðanir!
Þriggja vikna auðskilið námskeið sem mun veita þér skýra sýn á hvernig þú getur bætt lestrarfærni þína í vinnutengdu lesefni, skýrslum, fagtímaritum, tækniskjölum, greiningum, handbókum og fundargerðum!
👉 VÆNTANLEGT!

Hvað er næsta skref fyrir þig? - Settu Lestrarklukkuna í gang og byrjaðu að festa betri daglega lestrarvenju í sessi STRAX!

Hér færðu einfaldar leiðbeiningar og skrefin til að mæla og reikna út hve hratt þú lest í dag - með einföldum hætti!

Skoða þetta

Hér finnur þú fyrstu skrefin á 6 vikna fjarnáminu - allt sem þú þarft til að koma þér af stað!

Skoða þetta

Í þessari bók ætla ég mér það einfalda verkefni að útskýra fyrir þér af hverju þú hefur burði til að lesa hraðar og hvað hefur haldið aftur af þér hingað til.

Skoða þetta