Vissir þú að 90% af því lesefni sem þú lest yfir daginn gleymist á fyrstu 48 tímunum?
Eina leiðin fyrir þig til að halda í þetta efni er að glósa vel - réttu lykilatriðin - hratt og markvisst!

- 4 vikna fjarnámskeið með vikulegum æfingaskilum -

 

Taktu skrefið í dag og auðveldaðu þér að nýta betur tímann þinn - krækja í fleiri klukkustundir yfir daginn - bæta skipulag og minnka streitu í náminu!

LOKA SKILABOÐUM

Námstækni - Hugarkortin og glósurnar

Námskeiðið er sjálfstætt framhald af hraðlestrarnámskeiði en ekki er þörf á því að hafa setið hraðlestrarnámskeið til að hafa not af þessu námskeiði. Það er þó engin spurning að þeir sem hafa setið hraðlestrarnámskeið fá meira út úr því vegna þess að hér er farið enn ítarlegar í þær glósuleiðir sem bent er á þar. Námskeiðið er kennt í fjarnámi á Kennsluvef Hraðlestrarskólans.

Markmið námskeiðs...

...er að kenna nemendum hvernig hugarkortin virka, af hverju glósur eru mikilvægar í námi, hvernig hægt er að nýta glósutímann mikið betur, hvernig hægt er að nota ýmis forrit t.d. AYOA (áður iMindMap)  til að auðvelda glósutöku, verkefnavinnu eða ritgerðarsmíð. Í raun að gera nemanda kleift að takast á við hvaða hvaða efni sem er og vinna hnitmiðað hugarkort út frá því efni. Hugarkort sem er síðan hægt að rifja upp með reglulegu millibili og þannig ýta við huganum - minna hugann á hvað skiptir máli í lesefni, náminu eða verkefninu. 

Nemandi notar sitt eigið námsefni og vinnur það heimanám sem honum hefur verið sett fyrir í skólanum - hann er því að slá tvær flugur - læra fyrir námskeiðið og læra fyrir skólann.

Á námskeiðinu lærir þú:  

  • Hvernig og af hverju hugarkortin hjálpa
  • Af hverju forritið AYOA (áður iMindMap) hjálpar
  • Hvaða reglur þarf að hafa í huga
  • Hvernig á að finna lykilorð og lykilatriði
  • Af hverju þú átt að forlesa og eftirlesa lesefni sem skiptir þig máli
  • Hvernig þú nærð að glósa markvissar með AYOA (áður iMindMap) 
  • Hvernig á að leita uppi lykilspurningar
  • Af hverju það er nauðsynlegt að rifja upp
  • Hvernig þú getur rifjað upp og ýtt við huganum
  • + margt fleira.

- Skráning á námstækninámskeið -