Hraðlestrarskólinn ábyrgist árangur þinn og ánægju – alla ævi!

Æviábyrgð
Árangursábyrgð
Ánægjuábyrgð
Krakkaábyrgð

Æviábyrgð


Þegar þú greiðir fyrir almennt hraðlestrarnámskeið hjá Hraðlestrarskólanum öðlast þú ÆVIÁBYRGÐ inn á sama námskeið til frambúðar. Við leggjum allt okkar í að þér gangi vel - ekki bara í dag - ekki bara á morgun - ekki bara á meðan að á námskeiði stendur - heldur alla ævi. Þú átt að geta bætt kunnáttu og skerpt á færni þinni eins oft og þú telur þörf á yfir ævina. Við höfum engan áhuga á að selja þér sama námskeiðið aftur þó þú hafir ekki náð að festa allt efnið í sessi þegar þú situr námskeiðið í fyrsta sinn. Hraðlestrarskólinn kallar æviábyrgðina hjá sér "virka símenntun" - og þú átt hana skilið.

Innifalið í æviábyrgð er aðgangur að kennara í gegnum tölvupóst og síma ef þú ert að taka upp æfingar heima við á eigin spýtur og nýtir kennslugögn af námskeiði en hefur gleymt einhverju og þarft á hjálp okkar að halda. Engu skiptir hvort þú þarft hjálp okkar að halda eftir 2 mánuði eða 2 ár. Þú hefur einnig ævilangan aðgang að nemendavef Hraðlestrarskólans og þeim æfingum sem þú þarft að nota til að halda hraðlestrarkunnáttu þinni við til frambúðar. Æviábyrgðin gildir eingöngu inn á eins námskeið og þú greiddir fyrir - ef þú vilt nýta þér dýrara námskeið eða fjarnámskeið - þarftu þó aldrei að greiða fullt verð aftur!

 

Árangursábyrgð


Okkur finnst þó ekki nóg að þú hafir æviábyrgð - því hvað hefur þú svo sem við æviábyrgð að gera ef þú nærð ekki árangri á námskeiðinu? Ég þekki árangurinn af eigin raun - því ég hef setið námskeiðið. Ég hef kennt þúsundum Íslendinga að margfalda lestrarhraðann og veit því að þetta ber árangur. Þeir nemendur sem hafa setið námskeiðið - þekkja árangurinn. Ef þú hefur ekki setið námskeiðið - þá þekkir þú það ekki. Ekkert vandamál. Því bjóðum við upp á ÁRANGURSÁBYRGÐ - og gildir hún einfaldlega þannig að ef þú nærð ekki að tvöfalda lestrarhraða þinn á námskeiðinu - þá færðu einfaldlega endurgreitt. Þurfum ekki að flækja málið að óþörfu - og því gildir árangursábyrgðin núna af öllum almennum námskeiðum Hraðlestrarskólans. Ef þú sinnir námskeiðinu, mætir í tímana, vinnur heimavinnuna og skilar árangri til kennara vikulega en nærð ekki að tvöfalda lestrarhraða þinn - þá færðu námskeiðagjaldið að fullu endurgreitt. - Sjá nánari skilmála.

 

Ánægjuábyrgð


Hraðlestrarskólinn býður líka upp á 36 mánaða ÁNÆGJUÁBYRGÐ. Við leggjum það mikinn metnað í námskeiðið okkar að við erum ekki sátt ef þú nærð bara að auka lestrarhraðann í einhverjar vikur eftir námskeiðið. Þú átt að finna fyrir viðvarandi árangri til frambúðar - þannig byggjum við upp námskeiðið - og þannig virkar hraðlestrartæknin. Þegar þú sækir námskeiðið okkar viljum við að þú náir að halda nýjum auknum lestrarhraða til frambúðar, nýtir aðhaldsferli okkar síðan til að festa þennan hraða í sessi og auka hann enn frekar í framtíðinni. Ef þú ert aftur á móti ekki ánægður eða ánægð með árangur þinn eftir 36 mánuði - þú sinntir námskeiðinu, þú mættir í tímana, þú vannst heimavinnuna, þú skilaðir árangrinum til kennara vikulega og þú hefur setið að lágmarki 2 upprifjunarnámskeið - en nærð samt ekki þeim árangri sem þú varst að leita eftir - þá virkar ánægjuábyrgðin einfaldlega þannig að þú færð námskeiðið endurgreitt. Punktur.

 

Krakkaábyrgð


Krakkaábyrgðin gildir einfaldlega þannig að þátttakendur á námskeiðinu - Hraðlestrarkrakkar - geta endurtekið námskeiðið eins oft og þau vilja eða telja þörf á FRÍTT. - Börn sem sitja námskeið fyrir 7-9 ára geta endurtekið námskeiðið frítt fram til 11 ára aldurs – og festa um leið afslátt inn á námskeiðið fyrir 10-12 ára í framhaldi og greiða því aðeins 9.700 kr. inn á það. Börn sem sitja námskeið fyrir 11-12 ára geta endurtekið námskeiðið eins oft og þau vilja til 14 ára aldurs og festa um leið 17.500 kr. afslátt inn á almennt hraðlestrarnámskeið í framtíðinni. Ég mæli jafnan með að barnið sé að koma á 4-8 mánaða fresti fyrstu árin - þannig að viðhalda lestrarfærni - bæta árangur enn frekar - auka hraða, eftirtekt og einbeitingu.

 

 

 

Skilaboð frá kennara:


Námskeiðið er með ÆVIÁBYRGÐ - af því að árangur þinn skiptir mig öllu máli - ekki bara núna heldur um alla framtíð!


 

 
Æviábyrgð
Árangursábyrgð
Ánægjuábyrgð
Krakkaábyrgð

“Ég er í háskólanámi og með börn á heimili. Ég hef átt sífellt erfiðara með að komast í gegnum allt námsefnið mitt. Þegar ég kom á námskeiðið voru vorprófin að byrja og mjög stór hluti námsefnisins ólesinn vegna óvenju mikillar verkefnavinnu. Ég var orðin mjög stressuð og bjóst ekki við að geta lesið nema brot af efninu. Tæknin sem ég lærði hjálpaði mér að komast í gegnum næstum allt námsefnið fyrir prófin og skilningur var það góður að ég var á meðal hæstu nemenda í öllum kúrsunum.”

 

Sigrún Halla Ásgeirsdóttir, 30 ára háskólanemi.

 


 

Ekki hika. Við ábyrgjumst árangur þinn!

 

Hvað segja nemendur sem hafa setið námskeiðið?